Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

18. fundur 29. janúar 1999 kl. 11:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 18 – 29.01.99

 

Ár 1999, föstudaginn 29. janúar kl. 11.00 kom umhverfis-og tækninefnd saman til fundar í Skrifstofu Skagafjarðar, Sauðárkróki.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen og Óskar S. Óskarsson.

 

Dagskrá:

  1. Kirkjutorg 5, Sauðárkróki.  Teiknistofan hf. Ármúla 6, Reykjavík, Ásgeir Ásgeirsson, fh. Pósts og Síma hf. sækir um leyfi til fjölgunar fasteigna í húsinu.
  2. Flæðigerði Sauðárkróki. Umsókn um lóð fyrir hesthús – Gunnar Þór Árnason, Sauðárkr.
  3. Staðardagskrá 21.
  4. Lindargata 3, Sauðárkróki – Hótel Tindastóll.
  5. Framkvæmdir ársins 1999 – Umræður.
  6. Önnur mál.

 

Afgreiðslur: 

1. Kirkjutorg 5, Sauðárkróki.  Tekin fyrir umsókn Teiknistofunnar Ármúla 6 fh. Pósts og Síma hf. um leyfi til fjölgunar fasteigna í húsinu Kirkjutorg 5.  Fyrir liggja reyndarteikningar af húsinu gerðar af Teiknistofunni hf. Ármúla 6.  Erindið samþykkt.

 

2. Flæðigerði Sauðárkróki.  Gunnar Þór Árnason, Suðurgötu 18, Sauðárkróki, sækir um lóð fyrir 10 hesta hús í Flæðagerði.  Afgreiðslu frestað.

 

3. Staðardagskrá 21 – Ákveðið að óska eftir fundi með Stefáni Gíslasyni verkefnisstjóra fimmtudaginn 11. febrúar nk.

 

4. Lindargata 3 – Hótel Tindastóll.  Rætt um endurbyggingu hússins, sem núverandi eigandi Pétur Einarsson hefur þegar hafið.  Komið hefur til tals að flytja húsið af lóðinni Lindargata 3 á lóðina Aðalgata 16.  Talið er að kostnaður sveitarfélagsins vegna þessa yrði a.m.k. 10 milljónir króna.  Umhverfis- og tækninefnd telur að hér sé um of mikinn kostnað að ræða.  Umhverfis- og tækninefnd fagnar endurbyggingu hússins.

 

5. Framkvæmdir ársins 1999.  Rætt um framkvæmdir ársins vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

 

6. Önnur mál.  Engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Sigrún Alda Sighvats                                                Hallgrímur Ingólfsson

Árni Egilsson                                                             Óskar S. Óskarsson

Örn Þórarinsson

Jóhann Svavarsson