Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

19. fundur 05. febrúar 1999 kl. 13:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 19 – 05.02.99

 

Ár 1999, föstudaginn 5. febrúar kl. 1315 kom umhverfis-og tækninefnd saman til fundar í Skrifstofu Skagafjarðar, Sauðárkróki.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen, Ingvar G. Jónsson og Óskar S. Óskarsson.

 

Dagskrá:

  1. Staðardagskrá 21
  2. Tillögur að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Skagafirði.
  3. Hofsós – staða skipulagsmála.
  4. Framkvæmdir ársins 1999 – umræða.
  5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

1. Staðardagskrá 21 – Lagðir fram vinnupunktar Stefáns Gíslasonar verkefnisstjóra Staðardagskrár 21.  Ákveðið að halda fund með Stefáni Gíslasyni hér á skrifstofunum fimmtudaginn 11. febrúar nk. kl. 1315.

 

2. Tillögur að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Skagafirði.  Lagðar fram tillögur Ingibjargar Hafstað um “samþykkt og gjaldskrá fyrir sorphirðu og urðun í Sveitarfél. Skagafirði”. Tillögurnar eru í þrem meginköflum alls 16 greinar.  Tillögunum vísað til Tæknideildar til gerð nýrrar samþykktar og gjaldskrár fyrir sorphirðu og urðun.

 

3. Hofsós – staða skipulagsmála – Byggingarfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsmála í Hofsós.  Hvorki er þar til staðfest aðal- eða deiliskipulag.

 

4. Framkvæmdir ársins 1999 – Rætt um framkvæmdir og gerð fjárhagsáætlunar.

 

5. Önnur mál.

a) Örnefnaskráning – Ingvar Gýgjar vakti athygli á starfi Rósmundar Ingvarssonar varðandi örnefnaskráningu, og mikilvægi þess starfs.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen, ritari

Jóhann Svavarsson                                                    Ingvar Gýgjar Jónsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Óskar Óskarsson

Árni Egilsson                                                             Hallgrímur Ingólfsson

Örn Þórarinsson