Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 21 – 12.02.99
Ár 1999, föstudaginn 12. febrúar kl. 1315 kom umhverfis-og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar, Sauðárkróki.
Mætt voru: Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Páll Sighvatsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen, Ingvar G. Jónsson og Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
DAGSKRÁ:
- Hofsós – Bréf Valgeirs Þorvaldssonar dags. 09.02.1999.
- Staðardagskrá 21.
- Aðalgata 10b – Umsókn um leyfi fyrir myndbandaleigu – Ragnheiður Jónsdóttir Raftahlíð 80.
- Framkvæmdir 1999.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Hofsós – Bréf Valgeirs Þorvaldssonar dagsett 09.02.1999. Þar koma fram hugmyndir Valgeirs um byggingarframkvæmdir í og við kvosina. Fyrirhugaðar nýbyggingar eru hótelbyggingar er rúma 62 gesti og “endurbygging” þriggja eldri húsa. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að vísa þessu erindi til skipulagslegrar vinnslu og óskar eftir því að þeirri vinnu verði hraðað sem unnt er. Byggingafulltrúa falið að sjá um málið.
2. Staðardagskrá 21 – Fundur gærdagsins með Stefáni Gíslasyni ræddur og möguleikar á framhaldsvinnu við verkefnið. Umhverfis- og tækninefnd samþykkti eftirfarandi tillögu. “Umhverfis- og tækninefnd beinir því til sveitarstjórnar, að hún skipi fimm manna stýrihóp. Verkefni hópsins verði fyrst um sinn að fara yfir þau verkefni sem skilgreind eru í verkefninu Staðardagskrá 21”.
3. Aðalgata 10b – Ragnheiður Jónsdóttir fh. Myndheima ehf. óskar eftir leyfi til að starfrækja myndbandaleigu og söluturn í húsinu Aðalgötu 10b, Sauðárkróki. Byggingafulltrúafalið að afla nánari upplýsinga um málið.
4. Framkvæmdir 1999 – Rætt um framkvæmdir og gerð fjárhagsáætlunar.
5. Önnur mál.
a) Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt vakti athygli nefndarinnar á þingskjali 475, 352 mál á 123 löggjafarþingi 1998-1999. Það er frumvarp til laga um breytingu á skipulags- og byggingarlögum nr. 73. 1997.
b) Strandvegur – Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar og forseta sveitarstjórnar að taka nú þegar upp viðræður við Vegagerð ríkisins um framkvæmdir við Strandveg.
Fleira ekki gert.
Sigrún Alda Sighvats Jón Örn Berndson, ritari
Jóhann Svavarsson Ingvar Gýgjar Jónsson
Páll Sighvatsson Hallgrímur Ingólfsson
Árni Egilsson
Örn Þórarinsson