Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

24. fundur 12. mars 1999 kl. 13:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 24 – 12.03.99

 

   Ár 1999, föstudaginn 12. mars kl. 1315 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

   Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Gísli Gunnarsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ingvar Gýgjar Jónsson, Óskar S. Óskarsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Samþykktir og gjaldskrá fyrir sorphirðu í Skagafirði.
  2. Jarðgöng á Tröllaskaga – Erindi Trausta Sveinssonar.
  3. Tillaga Herdísar Sæmundardóttur – Frá sveitarstjórn 23. febr. sl.
  4. Námskeið í jarðgerð – Hallgrímur Ingólfsson.
  5. Fellstún 17 Sauðárkróki – Umsókn um lóðina – Atli Hjartarson og Hafdís Skúladóttir.
  6. Borgarsíða 8 Sauðárkróki – Vegagerð ríkisins.
    6.1. Umsókn um leyfi til að byggja við saltgeymslu.
    6.2. Sótt um leyfi til að breyta útliti skrifstofuhúsnæðisins að Borgarsíðu 8 – Guðmundur Ragnarsson fh. Vr.
  7. Suðurgata 11 Sauðárkróki – Sótt um leyfi til að byggja viðbyggingu – stigahús – Steinn Ástvaldsson.
  8. Arnarstaðir – Sótt um leyfi til að byggja við fjárhús – Gestur Stefánsson.
  9. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR: 

1. Samþykkt og gjaldskrá fyrir sorphirðu og urðun í Sveitarfélaginu Skagafirði.  Tillögurnar voru ræddar og þær samþykktar, við seinni umræðu.

 

2. Erindi Trausta Sveinssonar dagsett 28.01.1999 rætt – Afgreiðslu erindisins frestað.

 

3. Erindi sveitarstjórnar 23. febrúar sl.  Tillaga Herdísar Sæmundardóttur rædd.  Tillagan er eftirfarandi: 

“Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því til umhverfis- og tækninefndar að hún óski eftir því við stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga að hún beiti sér fyrir því að 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 verði breytt í þeim tilgangi að auðvelda skipulagsferli framkvæmda”.

Afgreiðslu frestað og málinu vísað til skoðunar í tæknideild.

 

4. Námskeið í jarðgerð.  Hallgrímur Ingólfsson gerði grein fyrir námskeiði í jarðgerð, sem Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri hefur haft forgöngu um að halda.  Stefnt er að því að námskeið þetta verði haldið í samstarfi við farskóla Nl.-vestra.  Áætlaður kostnaður við námskeiðið er allt að 150.000 kr.  Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að námskeiðið verði haldið.

 

5. Fellstún 17 Sauðárkróki.  Atli Hjartarson og Hafdís Skúladóttir sækja um lóðina.  Óska þau eftir að fá að reisa einna hæðar hús á lóðinni.  Byggingarskilmálar gera ráð fyrir að á þessari lóð verði byggt hús með háu risi.  Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fyrirspurnarteikningum.  Byggingarfulltrúa falið að setja málið í grenndarkynningu.

 

6. Borgarsíða 8. 

6.1. Viðbygging við saltgeymslu.  Vegagerð ríkisins sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af saltgeymslu.  Framl. teikning frá Stoð ehf. – Samþykkt. 

6.2. Vegagerð ríkisins sækir um leyfi til að breyta útliti skrifstofuhúsnæðis Vr. við Borgarsíðu 8.  Breytingin felst í því að færa dyr á suðurhlið.  Framl. teikning frá Stoð ehf. – Samþykkt.

 

7. Suðurgata 11 Sauðárkóki.  Steinn Ástvaldsson sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu, stigahús á austurhlið hússins.  Stækkunin er um 6m2 að grunnfleti.  Rúmmál 38,9 m3.  Framl. teikning gerð af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing – Samþykkt.

 

8. Arnarstaðir – Gestur Stefánsson sækir um leyfi til að byggja við fjárhúsin á Arnarstöðum.  Um er að ræða 76,5 m2 stækkun.  Framl. teikning frá Verkfræðistofu Siglufjarðar – Samþykkt.

 

9. Önnur mál. 

Engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen, ritari

Örn Þórarinsson                                                         Óskar S. Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Ingvar Gýgjar Jónsson

Gísli Gunnarsson                                                       Hallgrímur Ingólfsson

Jóhann Svavarsson