Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 25 – 31.03.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 31. mars kl. 1315 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Árni Egilsson, Sólveig Jónasdóttir, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson og Jón Örn Berndsen.
DAGSKRÁ:
- Hlíðarstígur 2 Sauðárkróki – Gísli V. Björnsson sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið að Hlíðarstíg 2 og jafnframt er sótt um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu.
- Syðri-Hofdalir Viðvíkursveit – Atli Már Traustason og Ingibjörg Klara Helgad. sækja um leyfi til að byggja við íbúðarhús sitt á S-Hofdölum.
- Borgarflöt 1 Sauðárkróki – ClicOn hf. sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir loftpressuskúr.
- Dagur umhverfisins 25. apríl 1999 – Bréf frá Samb. Ísl. sveitarfélaga.
- Efra Nes á Skaga – Sótt um tímabundið stöðuleyfi fyrir veiðihús í Efra Nesi – Ágúst Þorgeirsson Brekkutúni 5 Kópavogi.
- Vegtenging af Ólafsfjarðarvegi við Hvamm að Skeiðsfossvirkjun.
- Umsókn um iðnaðarlóð á Sauðárkróki – Hannes Friðriksson.
- Hlíð í Hjaltadal – Sótt um leyfi til landskipta – Guðrún Eiríksdóttir.
- Umsókn um lóðarauka Skarðseyri 2 – Steypustöð Skagafjarðar hf.
- Umsókn um lóðarauka Skarðseyri 5 – Steinullarverksmiðjan ehf.
- Hofsós–Fyrirspurn um lóð fyrir skemmu–Sigurmon Þórðarson Þúfum.
- Aðalgata 25 Sauðárkróki – Sótt um leyfi fyrir sjálfstæðri íbúð á neðri hæð – Jóhann Svavarsson.
- Ytra-Skörðugil II – Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús – Jón Örn Berndsen.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Hlíðarstígur 2 Sauðárkróki – Gísli V. Björnsson sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið að Hlíðarstíg 2 og jafnframt er sótt um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni – Framlögð teikning Benedikt Björnsson arkitekt Akureyri - Samþykkt að óska eftir áliti nágranna.
2. Syðri-Hofdalir Viðvíkursveit - Atli Már Traustason og Ingibjörg Klara Helgadóttir sækja um leyfi til að byggja við íbúðarhús sitt á Syðri-Hofdölum – Um er að ræða 46,80 m2 viðbyggingu, bílgeymslu 54,0m2 og tengigang. Framlögð teikning Benedikt Björnsson arkitekt Akureyri – Samþykkt.
3. Borgarflöt 1 Sauðárkróki – ClicOn hf. sækir um leyfi til að setja 6,5 m2 skúr fyrir loftpressu við austurstafn hússins – Um er að ræða tímabundið stöðuleyfi til sex mánaða – Samþykkt.
4. Dagur umhverfisins 25. apríl 1999 – Kynnt bréf dags. 17. mars 1999 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga undirritað af Guðrúnu S. Hilmarsdóttur deildarstjóra. Ákveðið að kynna málið fyrir garðyrkjustjóra.
5. Efra-Nes á Skaga – Ágúst Þorgeirsson sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir veiðikofa í landi Efra-Ness – Fyrir liggur samþykki landeiganda – Samþykkt að veita tímabundið stöðuleyfi til ársins 2009.
6. Vegtenging frá Ólafsfjarðarvegi við eyðibýlið Hvamm að Skeiðsfossvirkjun. Örn Þórarinsson gerði grein fyrir óskum íbúa Depla og Þrasastaða um að þessi vegtenging verði gerð. Óska íbúar Depla og Þrasastaða eftir því að umhverfis- og tækninefnd og sveitarstjórn beiti sér í málinu. Ákveðið að óska eftir viðræðum við vegagerðina um málið.
7. Umsókn um iðnaðarlóð á Sauðárkróki. Hannes Friðriksson sækir um ca. 1500 m2 iðnaðarlóð á horni Borgarflatar og Borgarteigs – Samþykkt að úthluta lóð á þessum stað, sem uppfylli þarfir starfseminnar.
8. Hlíð í Hjaltadal – Guðrún Eiríksdóttir sækir um leyfi umhverfis- og tækninefndar til að skipta 1,8 hekturum lands út úr jörð sinni Hlíð í Hjaltadal – Samþykkt.
9. Umsókn um lóðarauka Skarðseyri 2 – Steypustöð Skagafjarðar – Mál frá 29.06.1998 – Málinu vísað til byggingarfulltrúa til vinnslu.
10. Umsókn um lóðarauka Skarðseyri 5 – Steinullarverksmiðjan hf. – Málinu vísað til byggingarfulltrúa til vinnslu.
11. Hofsós – Sigurmon Þórðarson spyrst fyrir um hvort hann megi reisa skemmu á lóð austan slökkvistöðvarinnar í Hofsósi – Afgreiðslu frestað.
12. Aðalgata 25 – Jóhann Svavarsson sækir um að fá að gera tvær íbúðir í húsinu Aðalgata 25 framlögð teikning Guðmundur Þór Guðmundsson.
Jóhann Svavarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
13. Ytra-Skörðugil II – Elín H. Sæmundsdóttir og Jón Örn Berndsen sækja um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús í landi Ytra-Skörðugils II Skagafirði. Um er að ræða steinsteypt hús einlyft 160,5m2 brúttó og 601,7m3. Framlögð teikning Árni Ragnarsson arkitekt. Afstöðumynd Stoð ehf. – Samþykkt.
Jón Örn Berndsen vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
14. Önnur mál.
a) Jóhann Svavarsson óskar bókað vegna Staðardagskrá 21.
“Ég átel sveitarstjórn fyrir seinagang vegna skipunar fulltrúa í nefnd til að annast framkvæmd Staðardagskrá 21 og samþykkt var í sveitarstjórn 23. febrúar 1999”.
b) Jóhann Svavarsson spyrst fyrir um hvað tefji það að tillaga hans um úttekt á náttúrufari votlendissvæða Héraðsvatna verði tekin á dagskrá. Formaður upplýsir að tillagan verði á dagskrá næsta fundar.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Stefán Guðmundsson Jón Örn Berndsen, ritari
Árni Egilsson Óskar S. Óskarsson
Sólveig Jónasdóttir
Örn Þórarinsson
Jóhann Svavarsson