Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 27 – 21.04.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 21. apríl kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Sigrún Alda Sighvats, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Ingvar Gýgjar Jónsson og Jón Örn Berndsen.
DAGSKRÁ:
- Hofsós – Skipulagsmál – drög að skipulagi Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
- Varmahlíð – Deiliskipulag – drög – Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
- Freyjugata 9 Sauðárkróki – umsókn um leyfi til viðbyggingar – Máki hf. Guðmundur Örn Ingólfsson.
- Skagfirðingabraut 21 – Stjórnsýsluhús – breytingar innanhúss – Þórarinn Sólmundarson fh. umsækjenda.
- Efri-Ás Hjaltadal – Umsókn um leyfi til að byggja við fjós í Efra-Ási – Sverrir Magnússon.
- Önnur mál.
6.1.Aðalgata 25 – liður 12 frá fundi 31. mars 1999.
AFGREIÐSLUR:
1. Hofsós – Skipulagsmál – Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt mætti á fundinn og fór yfir tillögur að deiliskipulagi fyrir Kvosina og Brekkuna í Hofsósi og jafnframt drög að þéttbýlisuppdrætti fyrir Hofsós – Málið var áður á dagskrá síðasta fundar þann 14. apríl sl. Ákveðið að halda opinn kynningarfund í Hofsós.
2. Varmahlíð – Deiliskipulag – Árni Ragnarsson kynnti drög að deiliskipulagi “ Birkimelsreit” – Málinu frestað til næsta fundar.
Árni Ragnarsson vék nú af fundi.
3. Freyjugata 9 – Viðbygging og breytingar – Guðmundur Örn Ingólfsson fh. Máka sækir um leyfi til að byggja við húsið skúr fyrir súrefnistæki og tengibyggingu milli Freyjugötu 9 og Freyjugötu 7 – Framlögð teikning Stoð ehf. – Samþykkt, vísað til leigusamnings Máka við sveitarfélagið.
4. Skagfirðingabraut 21 – Þórarinn Sólmundarson fh. húsfélags Skagfirðingabraut 21 sækir um leyfi til að breyta skrifstofum á neðri hæð hússins skv. framl. teikningu Arkitekts Árna dags. 03.1999. – Samþykkt.
5. Sverrir Magnússon Efra-Ási sækir um leyfi til að byggja við hlöðu og fjós í Efra-Ási – framlögð teikning gerð af Magnúsi Sigsteinssyni byggingarþjónusta bændasamtakanna dagsett 09.02.1999 – Samþykkt.
6. Önnur mál.
6.1.Aðalgata 25 mál nr. 12 frá fundi 31. mars 1999 tekið til afgreiðslu og samþykkt.
Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið.
Örn Þórarinsson Jón Örn Berndsen
Sigrún Alda Sighvats Óskar S. Óskarsson
Árni Egilsson Ingvar Gýgjar Jónsson
Jóhann Svavarsson
Stefán Guðmundsson