Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 34 – 09.06.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 9. júní kl. 1400 var umhverfis- og tækninefnd saman komin til fundar á skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson og Hallgrímur Ingólfsson.
DAGSKRÁ:
- Hreinsunardagar.
- Framkvæmdir.
- Grunnskóli Sauðárkróks – tilboð.
- Bréf frá íbúum Varmahlíðar.
- Gámasvæði.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Hallgrímur kynnti tilhögun á hreinsunardögum sem sveitarfélagið gengst fyrir dagana 10. júní til 14. júní. Hreinsunardagarnir verða á þéttbýlisstöðum í héraðinu og verða íbúar hvattir til að hreinsa lóðir og næsta nágrenni, bifreið mun síðan fara um og taka ruslið.
2. Hallgrímur gerði grein fyrir þeim framkvæmdum sem eru í gangi og verða í sumar. Þær eru helstar:
Birkilundur Varmahlíð – lóð frágangur.
Brúsabær Hólum – framkvæmd lokið.
Glaðheimar Sauðákróki – framkvæmd lokið.
Raflýsing á Hólum og Steinsstöðum – í vinnslu.
Aðalgata 2 – framkvæmdir í gangi.
Aðalgata – gangstétt.
Opin svæði – óákveðið með framkvæmd skoðað á næsta fundi nefndarinnar.
Jarðvegsskipti – í vinnslu.
3. Grunnskóli Sauðárkróks – kynnt tilboð. Tilboð voru opnuð 8. júní 1999. Eitt tilboð barst, frá Trésmiðjunni Borg hf. Sauðárkróki kr. 221.345.736.- Kostnaðaráætlun hönnuða er 179.779.395.- Málið verður í vinnslu hjá tæknideild sveitarfélagsins.
4. Formaður kynnti bréf frá íbúum Varmahlíðar þar sem rakin eru 5 atriði sem talið er þörf úrbóta á í þorpinu. Bréf frá í apríl 1999. Málið rætt og nefndin sammála um a unnið verði að þessum málum eins og unnt er í sumar. Liður 2 í bréfinu verður skoðaður sérstaklega.
5. Gámasvæði og brotajánshaugur. Hallgrímur skýrði málið eins og það er í dag og taldi stöðuna nánast óviðunandi þar sem umgengni um gáma og haug væri slæm. Hallgrímur gerði þá tillögu að Sveitarfélagið komi sér upp gámasvæði þar sem eftirlit væri og móttaka úrganga. Málinu vísað til tæknideildar til nánari úrvinnslu.
6. Önnur mál.
a) Hallgrímur greindi frá lagfæringum sem gera þarf við veg að tjaldsvæði í Varmahlíð og lóð Vélavals, sömuleiðis lagfæringu við Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Þá svaraði Hallgrímur fyrirspurn Jóhanns Svavarssonar sem fram kom á fundi 2. júní , liður 16.1.
b) Jóhann Svavarsson ræddi tillögu sem hann flutti á fundi 2. júní sl. um jarðgöng undir Heljardalsheiði og þá framtíðarmöguleika sem þessi vegtenging við Eyjafjörð hefur í för með sér. Samþ. að vísa tillögu Jóhanns til byggðarráðs.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Stefán Guðmundsson Hallgrímur Ingólfsson
Sigrún Alda Sighvats
Árni Egilsson
Jóhann Svavarsson
Örn Þórarinsson