Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 35 – 16.06.1999
Ár 1999 miðvikudaginn 16. júní kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Árni Egilsson, Björn Sverrisson, Ingvar Gýgjar Jónsson, Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson.
DAGSKRÁ:
- Birkimelsreitur í Varmahlíð – deiliskipulagstillaga - Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
- Birkimelur 10 Varmahlíð – lóðarumsókn - Helgi Gunnarsson og Kristín Jóhannesdóttir - áður á dagskrá 15. janúar 1999.
- Birkimelur 24, Varmahlíð – lóðarumsókn – Rósmundur G. Ingvarsson.
- Fellstún 20, Sauðárkróki – lóðarumsókn - Ásmundur Pálmason, Rita Didriksen.
- Eyrartún 3 Sauðárkróki – lóðarumsókn - Eyjólfur Sigurðsson og Íris Helma Ómarsdóttir.
- Strandvegur - bréf Vegagerðar ríkisins
- Önnur mál
AFGREIÐSLA:
1. Árni Ragnarsson kynnti deiliskipulagstillöguna og gerði grein fyrir henni. Tillagan er í öllum meginatriðum samhljóða þeirri tillögu sem kynnt var á fundi með íbúum svæðisins og haldinn var í Varmahlíð 12. maí ’99. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 25. grein Skipulags- og byggingarlaga.
2. Birkimelur 10 – Umsókn um lóðina Birkimel 10 – Helgi Gunnarsson og Kristín Jóhannesdóttir sækja um lóðina – Áður á dagskrá 15. jan. 1999 – Umsókn samþykkt.
3. Birkimelur 24, Varmahlíð – Umsókn um lóðina – Rósmundur G. Ingvarsson – Umsóknin samþykkt.
4. Fellstún 20, Sauðárkróki – Umsókn um lóðina – Ásmundur J. Pálmason og Rita Didriksen sækja um lóðina – Umsóknin samþykkt.
5. Eyratún 3, Sauðárkróki – Umsókn um lóðina – Eyjólfur Sigurðsson og Íris Helma Ómarsdóttir sækja um lóðina – Umsóknin samþykkt.
6. Bréf Vegagerðar ríkissins dags. 31.05.99 rætt. Þar gerir Vegagerð ríkisins grein fyrir tillögu að veglínu fyrir Strandveg og að lega vegarins verði felld að nýju skipulagi. Tæknideild sveitarfélagsins falið að ræða við Vegagerðina um veglínuna fyrir Strandveginn.
Árni Ragnarsson vék nú af fundi.
7. Önnur mál:
a) Hitaveita Skagafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir því að leggja 150 mm einangraða stálpípu fyrir heitt vatn frá borholu í toppi Reykjarhóls skv. meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Stoð ehf. í maí 1999 teikn. nr.1009-7.
b) Bréf Rótarýklúbbs Sauðárkróks dags. 16.06.99 þar sem óskað er leyfis að setja upp klukku við Skagfirðingabraut. Staðsetning og útlit kemur fram á meðfylgjandi uppdrætti frá Arkitekt Árna dagsett 06.1999 – Samþykkt að heimila uppsetningu á umræddu svæði norðan sundlaugar í nánara samráði við Tæknideild.
Stefán Guðmundsson vék nú af fundi vegna anna og tók Sigrún Alda við fundarstjórn.
c) Bréf Hitaveitu Skagafjarðar dags. 16.06.1999 varðandi bílaþvottaplan á Steinsstöðum – Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.
d) Jóhann Magnússon, Reynihólum 2, Dalvík sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 4 við Áskot í Neðra Ási II. Bygginarfulltrúa falið að vinna að málinu skv. 3. tl. 62 gr. Skipulags- og byggingarlaga.
e) Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir og Jakob Einarsson leggja fram til kynningar umsókn um byggingarleyfi fyrir kanínuhús austan Sæmundarhlíðarvegar gegnt íbúðarhúsnæðinu á Dúki – Byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu skv. 3 tl. 62. grein skipulags- og byggingarlaga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.1625.
Jón Örn Berndsen, ritari
Helgi Thorarenssen
Ingvar Gýgjar Jónsson
Árni Egilsson
Björn Sverrisson
Sigrún Alda Sighvats
Örn Þórarinsson
Stefán Guðmundsson