Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 37 – 07.07.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 7. júlí kl. 1300 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Gísli Gunnarsson, Björn Sverrisson eldvarnareftirlitsmaður og Jón Örn Berndsen.
DAGSKRÁ:
- Dalatún 11, Sauðárkróki – Umsókn um byggingarleyfi fyrir garðstofu – Óskar Jónsson, Dalatúni 11.
- Hólatún 15, Sauðárkróki – Umsókn um breytingar á lóðamörkum og leyfi til að reisa skjólvegg – Birgir Gunnarsson, Hólatúni 15.
- Hólavegur 30, Sauðárkróki – Umsókn um leyfi fyrir utanhússklæðningu – Haukur Guðmundsson og Stefán Guðmundsson, Hólaveg 30.
- Fyrirspurn um lóð fyrir iðnaðarhús í Varmahlíð – Ómar Bragason og Guðbjörg Steinunn Sigfúsdóttir.
- Bréf Vegagerðar ríkisins dags. 23.06.1999, varðandi leiðbeiningarskilti við þjóðvegi.
- Bréf samtaka ferðaþjónustunnar, varðandi umferðarmerkingar við Hofsós.
- Bréf frá Vegvísum Hofsósi.
- Önnur mál.
8.1. Hitaveita Skagafjarðar, umsókn um framkvæmdaleyfi.
8.2. Lambanesreykir, Fljót – Umsókn um byggingarleyfi – Máki hf.
AFGREIÐSLUR:
1. Dalatún 11, Sauðárkróki – Óskar Jónsson, Dalatúni 11. Sækir um leyfi til að byggja garðstofu, úr timbri og gleri, við íbúðarhús sitt að Dalatúni 11. Garðstofan er 20,9m2 og 55m3. Framlögð teikning Arkitekt Árni dagsett 12.98 – Samþykkt.
2. Hólatún 15, Sauðárkróki – Birgir Gunnarsson Hólatúni 15 sækir um lóðarauka 1,2m til norðurs – Jafnframt er sótt um leyfi til að reisa skjólvegg á lóðarmörkum að norðan – Lóðin Hólatún 15 er 690 m2 verður 729m2 eftir stækkun – Framlögð teikning Arkitekt Árni dagsett 06.99 – Samþykkt.
3. Hólavegur 30, Sauðárkróki – Haukur Guðmundsson, Stefán Guðmundsson og Una A. Sigurðardóttir, Hólavegi 30 sækja um leyfi til að klæða utan húsið Hólavegur 30 með bárustáli – Einangrun 50mm steinull – Samþykkt.
4. Fyrirspurn um iðnaðarlóð í Varmahlíð – Ómar Bragason og Guðbjörg S. Sigfúsdóttir, Laugavegi 9 í Varmahlíð spyrjast fyrir um lóð fyrir iðnaðarhús í Varmahlíð. Helst hafa þau áhuga á lóð nyrst á því svæði sem liggur austan vegar inn í Steinsstaðabyggð, vegnr. 752 – Svæðið er í aðalskipulagi fyrir Varmahlíð, skilgreint sem iðnaðarsvæði. Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
5. Lagt fram bréf frá Vegagerð ríkisins dags. 23.06.1999 og undirritað af Guðmundi Ragnarssyni rekstrarstjóra – Bréfið varðar skiltamerkingar.
6. Lagt fram bréf "Ábending um vegmerkingar" frá samtökum ferðaþjónustunnar og undirritað er af Þorleifi Þór Jónssyni hagfræðing. bréfið er dagsett 30. júní 1999.
7. Bréf frá Vegvísum ehf. varðandi skilti við Hofsós – Bréfið undirritað af Agli Erni Arnarsyni dagsett 30. júní 1999.
8. Önnur mál.
8.1. Lögð fram umsókn frá Hitaveitu Skagafjarðar um leyfi til að leggja hitaveitulagnir frá Marbæli og út í Birkihlíð. Jafnframt sótt um leyfi fyrir byggingu dælustöðvar í landi Marbælis. Framlögð gögn eru frá Stoð ehf. og byggingarnefndarteikning frá Arkitekt Árna – Nefndin samþykkir framkvæmdarleyfi fyrir lögnina og byggingarleyfi fyrir dælustöð.
8.2. Máki hf. sækir um leyfi til að reisa viðbyggingu við eldisstöð Máka í Lambanesreykjum. Framlögð teikning Stoð ehf. dags. í júlí 1999. Flatarmál viðb. er 320,3m2 og 1645m3 – Samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1400.
Stefán Guðmundsson Jón Örn Berndsen
Gísli Gunnarsson Björn Sverrisson
Jóhann Svavarsson
Örn Þórarinsson
Sigrún Alda Sighvats