Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

38. fundur 14. júlí 1999 kl. 14:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 38 – 14.07.1999

 

            Árið 1999, miðvikudaginn 14. júlí kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvatsdóttir, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson og Hallgrímur Ingólfsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Grunnskóli Sauðárkróks – tilboð.
  2. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Hallgrímur kynnti samkomulag við Trésmiðjuna Borg ehf. um byggingu skólahússins á Sauðárkróki.  Það kemur eftir viðræður Hallgríms og forsvarsmanna Borgarinnar og hljóðar uppá 210.249.296.-   Í þessu samkomulagi er gengið út frá því að verklok verði 1. ágúst árið 2001 þ.e. einu ári síðar en í tilboðinu frá 8. júní sl. 

Umhverfis- og tækninefnd leggur til að gengið verði til samninga við Trésmiðjuna Borg ehf. á grundvelli þessa samkomulags.

 

2. Jóhann vakti máls á hreinsun brotajárns sem áður hefur komið til umræðu í nefndinni.  Hallgrímur upplýsti að ákveðið væri að safna brotajárni í Borgarsveit og gamla Staðarhreppi á næstu vikum.  Sveitarfélagið mun bera kostnað af söfnuninni, en eigendur þurfa að koma úrgangi á heppilegan stað þar sem vörubifreið kemst að. 

 

Mörg önnur mál komu til umræðu sem ekki var þörf á að bóka.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson                                                Hallgrímur Ingólfsson

Sigrún Alda Sighvats

Jóhann Svavarsson

Örn Þórarinsson