Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

40. fundur 18. ágúst 1999 kl. 14:00 - 16:53 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 40 – 18.08.1999

 

Ár 1999 miðvikudaginn 18. ágúst kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar.

Mætt voru: Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Páll Sighvatsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson og Jón Örn Berndsen.

 

Dagskrá:

  1. Fellstún 20 Sauðárkróki – Fyrirspurnarteikning
  2. Borgarflöt 31 Sauðárkróki – Fyrirspurnarteikning
  3. Helluland, Hegranesi – Umsókn um landskipti
  4. Messuholt, Skagafirði – Umsókn um landskipti
  5. Framkvæmdaleyfisumsókn vegna lagningar rafstrengja RARIK, Nl. vestra
  6. Ægisstígur 5, Sauðárkróki, sótt um leyfi til að gera tvær íbúðir í húsinu – Jón Geirmundsson
  7. Sölva-bar Lónkoti. Endurnýjun vínveitingaleyfis
  8. Áskot 7, Hjaltadal – heimreið
  9. Skagfirðingbraut 6 – Útlitsbreyting – Stefanía Gylfadóttir
  10. Freyjugata 18 og Kirkjutorg 5 – Lóðarskipulag.
  11. Strandvegurinn Sauðárkróki
  12. Önnur mál Þrasastaðir, Fljótum. Brennustæði - áramótabrenna. Staða framkvæmda.

 

Afgreiðslur:

1. Fellstún 20, Sauðárkróki - Ásmundur Pálmason og Rita Didriksen leggja fram fyrirspurnarteikningu um einbýlishús á lóðinni. Framl. teikning gerð af ARKO - Ásmundi Jóhannssyni, Laugavegi 41, Reykjavík Teikn. dags. 12.07.1999.

- Fyrirspurnarteikning samþykkt.

 

2. Borgarflöt 31, Sauðárkróki - Bjarni Reykjalín, arkitekt, f.h. Vörumiðlunar ehf, leggur fram fyrirspurnarteikningu af húsi á lóðinni. Teikning 12.07.1999 frá Form, Akureyri. - Fyrirspurnarteikning samþykkt.

 

3. Helluland, Hegranesi - Umsókn um landskipti, Þórunn Ólafsdóttir, Ólafur Jónsson og Kristín Jónsdóttir sækja um leyfi til að skipta úr jörðinni landskika samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Stoð ehf, gerðri í júní 1999.

- Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

4. Messuholt, Skagafirði - Sigurþór Hjörleifsson sækir um leyfi til að skipta út úr jörðinni lóðum fyrir íbúðarhús og lóð undir Vélaverkstæðið í Messuholti. Meðfylgjandi er uppdráttur, gerður af Stoð ehf, dags. í júlí 1999.

- Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

5. Rarik sækir um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum sem eru að leggja háspennustrengi í jörð frá aðveitustöðinni ofan Kvistahlíðar að Brennigerði. Einnig lagningu háspennustrengs frá Brennigerði að Sjávarborg og uppsetningu jarðstöðva við Brennigerði, Ljósheima, Borgargerði, Kimbastaði, Tröð og Gil. Þá verða lagðar heimtaugar að viðkomandi bæjum. Meðfylgjandi er loftmynd, sem sýnir meðfylgjandi lagnaleiðir.

Umhverfis- og tækninefnd mælist til að 12 kw strengurinn frá Spennistöðinni að Brennigerði fari austur með merkjum Sauðárkróksbæjar og Áshildarholts að Sauðárkróksbraut og síðan suður með brautinni.

Að öðru leyti fellst Umhverfis- og tækninefnd á erindið en bendir á að samþykki landeigenda þarf fyrir framkvæmdinni.

Jóhann Svavarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

 

6. Ægisstígur 5 - Jón Geirmundsson sækir um leyfi til að setja tvær íbúðir í húsið Ægisstíg 5. Meðfylgjandi teikn. er gerð af Guðmundi Þ. Guðmundssyni, bygginga­fræðingi, dagsett 08.1999.

- Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið en bendir á að leysa þurfi bílastæði á lóðinni skv. reglugerð.

 

7. Sölva-bar, Lónkoti - Jón Torfi Snæbjörnsson sækir um endurnýjun á vínveitinga­leyfi fyrir Sölva-bar.

- Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

8. Áskot 7, Neðra Ási, Hjaltadal - Vegur að húsi Valgarðs Bertelssonar.

- Umhverfis- og tækninefnd samþykkir fyrir sitt leyti lagningu heimreiðar að húsinu.

 

9. Skagfirðingabraut 6 - Stefanía Gylfadóttir sækir um leyfi til að breyta útliti hússins og til að stunda verslunarrekstur í húsinu. Framl. teikning gerð af Kára Valgarðs­syni. Fyrir liggur samþykki eiganda norðurhluta hússins.

- Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið.

 

10. Freyjugata 18 og Kirkjutorg 5 - Lögð fram teikning gerð af arkitekt Árna, sem sýnir lóðaskipulag lóðanna. Eigandi lóðarinnar Kirkjutorg 5 hefur fyrir sitt leyti samþykkt uppdrættina.

- Umhverfis- og tækninefnd samþykkir lóðaskipulagið.

 

11. Strandvegurinn, Sauðárkróki.

- Umhverfis- og tækninefnd felur formanni að vinna áfram að málinu.

 

12. Önnur mál:

12.1  Þrasastaðir, Fljótum - Lagðar fram til kynningar teikningar af skemmu á Þrasastöðum.

12.2  Vegna úthlutunar lóðarinnar Borgarflöt 31, Sauðárkróki, vekur Umhverfis- og tækninefnd athygli á því að finna þarf nýtt stæði fyrir áramótabrennu.

12.3  Byggingafulltrúi gerði grein fyrir þeim framkvæmdum sem í gangi eru í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16,53.

 

Árni Egilsson                                     Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                 Óskar S. Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats

Páll Sighvatsson

Jóhann Svavarsson