Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

42. fundur 08. september 1999 kl. 14:00 - 15:47 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 42 – 08.09.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 8. september kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Ingvar G. Jónsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Hofsstaðasel - Umsókn um landskipti - Egill Bjarnason fh. hlutaðeigandi.
  2. Svanavatn - Umsókn um landskipti - Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. fh. hlutaðeigandi.
  3. Sjöundastaðir í Fljótum - Umsókn um landskipti - Gréta Jóhannsdóttir.
  4. Bréf Umhverfisráðuneytis dagsett 31.08.1999, varðandi stjórnsýslukæru Vindhælishrepps vegna Þverárfjallsvegar.
  5. Bréf íbúa að Freyjugötu 3, 5, 11, 22 og 26, móttekið 3. sept. 1999, varðandi skipulag við Freyjugötu á Sauðárkróki.
  6. Bréf Gunnars Björns Rögnvaldssonar, varðandi framkvæmdir á skíðasvæði í Tindastóli, bréf dagsett 05.09.1999.
  7. Ársfundur Náttúruverndarnefnda - fundarboð.
  8. Lýtingsstaðir í Tungusveit - Umsókn um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið - Sveinn Guðmundsson.
  9. Önnur mál.    

 

AFGREIÐSLUR:

1. Hofsstaðasel - Egill Bjarnason fh. hlutaðeigandi sækir um leyfi til að skipta landspildu út úr jörðinni Hofsstaðaseli - Meðfylgjandi er teikning frá Stoð ehf. sem sýnir umrætt svæði - Erindið samþykkt.

 

2. Svanavatn - Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. fh. hlutaðeigandi óskar eftir leyfi til að skipta landspildu út úr jörðinni Svanavatni.  Meðfylgjandi er teikning frá Stoð ehf. er sýnir umrætt svæði - Erindið samþykkt.

 

3. Gréta Jóhannsdóttir sækir um leyfi til að skipta út landskika út úr jörðinni Sjöundastöðum samkvæmt meðfylgjandi korti gerðu af Stoð ehf. - Erindið samþykkt.

 

4. Bréf Umhverfisráðuneytis dagsett 31.08.1999, þar er óskað eftir umsögn Sveitarstjórnar Skagafjarðar um stjórnsýslukæru Vindhælishrepps 25. ágúst 1999, varðandi Þverárfjallsveg - Málinu frestað til næsta fundar.

 

5. Bréf íbúa að Freyjugötu 3, 5, 11, 22 og 26, varðandi skipulag við Freyjugötu á Sauðárkróki kynnt.  Þar er óskað eftir að núverandi deiliskipulag fyrir gamla bæinn á Sauðárkróki verði óbreytt varðandi svæðið við Freyjugötuna.  Verið er að endurskoða deiliskipulag gamla bæjarins á Sauðárkróki og við þá vinnu verður bréf þetta tekið fyrir.

 

6. Bréf Gunnars Björns Rögnvaldssonar fh. Umf. Tindastóls dagsett 05.09.1999 kynnt.  Þar er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagnir, lyftumannvirki og rotþró og stöðuleyfi fyrir skála og bogaskemmu í skíðasvæðinu í Tindastóli.  Erindið samþykkt með þremur atkvæðum.  Jóhann Svavarsson greiddi atkvæði gegn málinu.  Sigrún Alda óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.

 

7. Ársfundur Náttúruverndarnefnda - Kynnt bréf og fundarboð á ársfund Náttúruverndarnefnda á Akureyri 1. og 2. okt. næstkomandi - Bréfið er frá Náttúruvernd ríkisins - Formanni falið að kanna mætingu nefndarmanna á fundinn.

 

8. Lýtingsstaðir í Tungusveit - Sveinn Guðmundsson sækir um leyfi til að klæða utan húsið - klæðning bárustál, einangrun steinull - Samþykkt.

 

9. Önnur mál.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1547.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen     

Örn Þórarinsson                                                         Ingvar Gýgjar Jónsson

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson 

Jóhann Svavarsson