Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

45. fundur 13. október 1999 kl. 14:00 - 16:20 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 45 – 13.10.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 13. október kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Óskar S. Óskarsson, Ingvar G. Jónsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Hofsós - deiliskipulag.
  2. Að loknum ársfundi Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga - Sigrún Alda Sighvats.
  3. Skarðsá - minnisvarði - Ingibjörg Hafstað f.h. undirbúningsnefndar.
  4. Garðakot - umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús og geldneytafjós.
  5. Lambeyri - umsókn um viðbyggingu við trésmíðaverkstæði - Friðrik Rúnar Friðriksson.
  6. Þrasastaðir í Fljótum - endurbygging hlöðu áður á dagskrá 18.08.1999.
  7. Þrastarlundur í Sléttuhlíð - umsókn um leyfi til að klæða utan sumarhús - Reynir Gíslason Bæ f.h. eigenda.
  8. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Hofsós - deiliskipulag fyrir “Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann á Hofsósi - Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt mætti á fundinn og gerði grein fyrir deiliskipulagstillögu sem hann hefur unnið fyrir umhverfis- og tækninefnd.  Arkitekt Árni hefur einnig unnið Bæjar- og húsakönnun fyrir svæðið.  Húsakönnunin er lögbundin undanfari að skipulagi á þegar byggðum svæðum.  Deiliskipulagstillagan sem fyrir fundinum liggur er tillaga 3 og gerði Árni grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa frá tillögu 2.  Árni Ragnarsson vék nú af fundi.

 

2. Að loknum 3. ársfundi Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga - Sigrún Alda gerði grein fyrir fundinum og lýsti sjónarmiðum sínum.  Fulltrúar Skagafjarðar á fundinum voru Sigrún Alda og Hallgrímur Ingólfsson.

 

3. Skarðsá - minnisvarði um Pálínu Konráðsdóttur - bréf Ingibjargar Hafstað f.h. undirbúningsnefndar dagsett 15.09.1999 - erindið samþykkt.

 

4. Garðakot - Pálmi Ragnarsson Garðakoti sækir um leyfi til að byggja hesthús og geldneytafjós samkvæmt teikningu Magnúsar Sigsteinssonar hjá byggingarþjónustu bændasamtaka Íslands.  Teikningin dagsett 16.06.1999 og breytt 30.09.1999 - erindið samþykkt.

 

5. Lambeyri - trésmíðaverkstæði - Friðrik Rúnar Friðriksson sækir um leyfi til að byggja við Trésmíðaverkstæðið Lambeyri samkvæmt teikningu Benedikts Björnssonar arkitekts á Akureyri - umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

6.Þrasastaðir Fljótum - Jón Númason sækir um leyfi til að endurbyggja hlöðu við fjárhúsin á Þrasastöðum.  Fyrir liggur teikning frá Tækniþjónustunni sf. Lágmúla 5, Reykjavík.  Málið ekki afgreitt.  Fundi nú slitið.

 

Fundi slitið kl. 1620.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                                         Óskar S. Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Ingvar Gýgjar Jónsson

Árni Egilsson 

Helgi Thorarensen