Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 48 – 03.11.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 3. nóvember kl. 1930 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Höfðaborg Hofsósi.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Árni Ragnarsson arkitekt, Áslaug Árnadóttir arkitekt, Ingvar Gýgjar Jónsson, Jón Örn Berndsen.
DAGSKRÁ:
- Hofsós - deiliskipulag fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann - tillaga 4.
AFGREIÐSLUR:
- Stefán Guðmundsson setti fund og gaf orðið laust til Arkitekts Árna sem gerði grein fyrir tillögu 4. Í upphafi gerði Árni grein fyrir fundi hans og Jóns Arnar með Hafnarstjórn Skagafjarðar. Þar kynntu þeir hafnarstjórn tillöguna og hafnarstjórn samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti. Breyting frá tillögu 3 er sú að "flotbryggja" í Sandinum hefur verið felld út. Lýsti hafnarstjórn ánægju sinni með það. Byggingarskilmálar meðfylgjandi tillögunni ræddir. Árni gerði líka grein fyrir því að hann hefur kynnt þessa tillögu fyrir Vegagerð ríkisins á Sauðákróki. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar að auglýsa tillöguna.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 2015.
Stefán Guðmundsson Jón Örn Berndsen
Sigrún Alda Sighvats
Árni Egilsson
Jóhann Svavarsson
Örn Þórarinsson