Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 54 – 01.12.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 1. desember kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Ingvar Gýgjar Jónsson, Hallgrímur Ingólfsson og Óskar Óskarsson.
DAGSKRÁ:
- Efra Haganes II - umsókn um leyfi fyrir sumarhús.
- Varmahlíðarskóli - bréf Páls Dagbjartssonar.
- Merki Brunavarna Skagafjarðar - mál frá síðasta fundi.
- Samningur um skipti eigna á jörðinni Laugarholti - Helgi og Guðmundur Sveinssynir Laugarholti.
- Frumdrög að fjárhagsáætlun 2000.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Fullnægjandi gögn vantar, málinu frestað.
2. Bréf Páls Dagbjartssonar þar sem hann óskar eftir leyfi til að hefja framkvæmdir við breytingar á þriðju hæð skólahússins. Fyrirhugað er að nota jólaleyfi í skólanum til að framkvæma múrbrot og annað meiriháttar niðurrif. Endanlegar teikningar af breytingum liggja ekki fyrir en þær eru væntanlegar fljótlega. Málinu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.
3. Óskar Óskarsson slökkviliðsstjóri kynnti sex tillögur að merki Brunavarna Skagafjarðar. Málið talsvert rætt, nefndarfólk lýsti ánægju sinni með tillögurnar og fól slökkviliðsstjóra að velja merki fyrir brunavarnirnar.
4. Samningur um skipti á eignum jarðarinnar Laugarholts (áður Lýtingsstaðahreppi). Afgreiðslu frestað þar til síðar.
5. Hallgrímur Ingólfsson gerði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun næsta árs. Einnig skýrði hann frá hvað hefði verið framkvæmt af þeirri áætlun sem gerð var fyrir árið 1999. Hann greindi einnig frá nokkrum framkvæmdum sem nauðsynlegt er að ráðast í á næsta ári og óskaði einnig eftir tillögum frá nefndarmönnum um liði sem vantar inná áætlunina.
6. Önnur mál - engin.
Fundi slitið kl. 1650.
Stefán Guðmundsson Hallgrímur Ingólfsson
Sigrún Alda Sighvats Óskar Óskarsson
Árni Egilsson Ingvar Gýgjar Jónsson
Jóhann Svavarsson
Örn Þórarinsson