Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 56 – 22.12.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 22. desember kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson, Óskar S. Óskarsson, Ingvar G. Jónsson og Jón Örn Berndsen.
DAGSKRÁ:
- Deiliskipulag í Hofsósi.
- Grundarstígur 20 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu.
- Syðra-Skörðugil - landskipti - Ásdís Sigurjónsdóttir.
- Helgustaðir í Fljótum - umsókn um leyfi til að byggja vélageymslu - viðbygging - Þorsteinn Jónsson Helgustöðum.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Hofsós - Jón Örn gerði grein fyrir bréfaskriftum milli hans og Skipulagsstofnunar varðandi deiliskipulag á Hofsósi. Samkvæmt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 21. des. 1999 gerir stofnunin ekki athugasemdir við að deiliskipulagið verði auglýst samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa að auglýsa skipulagið. Einnig gerði Jón Örn grein fyrir bréfum sem borist hafa varðandi þetta mál, þau eru eftirtalin:
a) Frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi varðandi bráðabirgða byggingarleyfi.
b) Frá Una Péturssyni. Það inniheldur mótmæli 44 einstaklinga varðandi deiliskipulag á Hofsósi.
c) Frá Siglingamálastofnun.
Byggingarfulltrúa falið að svara þessum bréfum.
2. Hjörtur Sævar Hjartarson sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni Grundarstíg 20 á Sauðárkróki. Jafnframt er sótt um leyfi til að gera tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílgeymslu. Stærð bílgeymslu er 36,9m2 tengibyggingin er 5,6m2. Teikning er gerð af Mikael Jóhannssyni á Akureyri. Erindið samþykkt.
3. Ásdís Sigurjónsdóttir, Syðra-Skörðugili óskar eftir að skipta landamerkjum á jörðinni. Meðfylgjandi eru landamerkjabréf og kort er tilgreinir:
a) Lóð umhverfis íbúðarhús sem byggt var 1975, lóðarstærð 0,2 ha.
b) Skipti á landspildu syðst og austast úr jörðinni stærð um 49 ha.
Viðtakandi landspildunnar er Einar Eðvald Einarsson. Erindið samþykkt.
4. Umsókn Þorsteins Jónssonar um að byggja vélageymslu við gamalt íbúðarhús á Helgustöðum. Stærð viðbyggingar er 74,3m2. Erindið samþykkt.
Fleira ekki fyrir tekið fundið slitið kl. 1510.
Stefán Guðmundsson Óskar S. Óskarsson
Sigrún Alda Sighvats Jón Örn Berndsen
Árni Egilsson Ingvar G. Jónsson
Jóhann Svavarsson
Örn Þórarinsson