Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

57. fundur 19. janúar 2000 kl. 14:00 - 16:45 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 57 – 19.01.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 19. janúar kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen og Ingvar G. Jónsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fjárhagsáætlun 2000.
  2. Bréf Baldurs Baldurssonar.
  3. Bréf Sigurjóns Gestssonar fh. Skógræktarfél. Skagfirðinga.
  4. Kosning fulltrúa á Náttúruverndarþing.
  5. Kosning fulltrúa í samstarfsnefnd um svæðisskipulag.
  6. Sorpurðunarsvæði.
  7. Samningur um sorphreinsun.
  8. Umsögn um umsókn um vínveitingaleyfi - Hótel Tindastóll, Pétur Einarsson.
  9. Umsögn um umsókn um vínveitingaleyfi - Kristinn V. Traustason.
  10. Bréf Kristjáns Jónssonar fh. Héraðsvatna ehf. varðandi umhverfismat á fyrirhugaðri Villinganesvirkjun.
  11. Íbúðasvæði aldraðra á Sauðárhæðum - byggingarskilmálar.
  12. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Farið yfir drög að fjárhagsáætlun ársins 2000 fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

2. Bréf Baldurs Baldurssonar dagsett 6.12.1999 vegna ráðningar í stöðu bakvaktarmanns á sjúkrabifreið hjá Brunavörum Skagafjarðar - Óskar Óskarsson gerði grein fyrir málinu - Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

 

3. Bréf Sigurjóns Gestssonar dagsett 22. okt. 1999, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti.  Erindið samþykkt. Sigrún Alda vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

 

4. Kosning fulltrúa á Náttúruverndarþing sem haldið verður 28. og 29. janúar nk.  Samþykkt að Stefán Guðmundsson sæki þingið.

 

5. Kosning fulltrúa í samstarfsnefnd um svæðisskipulag Skagafjarðar - Samþykkt að Jón Örn Berndsen og Sigrún Alda Sighvats verði fulltrúar Skagafjarðar. Til vara Hallgrímur Ingólfsson.

 

6. Sorpurðunarsvæði í Skagafirði - Hallgrímur Ingólfsson gerði grein fyrir áfangaskýrslu um urðunarstaði í Skagafirði sem dagsett er í desember 1999 og unnin er af Verkfræðistofunni Línuhönnun í Reykjavík.  Jafnframt kynnti Hallgrímur bréf Hollustuverndar ríkisins dags. 3. jan. 2000 varðandi framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.  Stefnt að því að halda fund með skýrsluhöfundum og fulltrúa Hollustuverndar ríkisins.

 

7.Sorphreinsun - Hallgrímur gerði grein fyrir stöðu mála og leggur til að samið verði til eins árs, við ÓK-gámaþjónustu um sorphreinsun í Skagafirði og jafnfram um umsjón með sorphaugasvæði Skagafjarðar í Skarðslandi - Samþykkt að fela Hallgrími að semja við ÓK-gámaþjónustu til eins árs.

 

8. Umsögn um vínveitingaleyfi í Hótel Tindastóli - Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri óskar umsagnar um beiðni Péturs Einarssonar hdl. Aðalgötu 12, Sauðárkróki um leyfi til áfengisveitinga í fyrirhuguðu hóteli að Lindargötu 3, Sauðárkróki - Erindið samþykkt.

 

9. Umsögn um leyfi til áfengisveitinga - Snorri Björn Sigurðsson óskar umsagnar um beiðni Kristins Vilhjálms Traustasonar, Fellstúni 2 um leyfi til að selja áfenga drykki að Hótel Mælifelli, Aðalgötu 7. - Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

10. Bréf Kristjáns Jónssonar fh. Héraðsvatna, dagsett 22.11.1999, varðandi Villinganesvirkjun lagt fram - Tæknideild falið að skoða málið. Jóhann Svavarsson óskar bókað:

"Ég undirritaður mótmæli þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í meðferð þessa erindis, þar sem tímamörk til að koma á framfæri ábendingum er um miðjan desember 1999.  Með þessu móti er nefndinni ekki gert kleift að rækja það hlutverk sem henni er ætlað.  Nauðsynlegt er að kanna ástæður þess að svo mikilvæg erindi berast nefndinni ekki innan tímamarka."

 

11. Íbúðasvæði aldraðra á Sauðárhæðum - Byggingarskilmálar lagðir fram til kynningar.

 

12. Önnur mál.
a) Stefán Guðmundsson gerði grein fyrir fyrirhuguðum fundi með Sveini Runólfssyni frá Landgræðslu ríkisins og Ólafi Arnalds frá Rala.  Fundurinn er fyrirhugaður 23. febrúar nk.

 

Fleira ekki gert, fundi sliti kl. 1645.

 

Stefán Guðmundsson                                               

Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                                        

Óskar S. Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats                                               

Hallgrímur Ingólfsson

Árni Egilsson                                                            

Ingvar G. Jónsson

Jóhann Svavarsson