Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 60 – 21.02.2000
Ár 2000, mánudaginn 21. febrúar kl. 1500 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Árni Egilsson, Ingvar G. Jónsson, Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson.
DAGSKRÁ:
- Hofsós - deiliskipulag fyrir Plássið, Bakkann, Sandinn og Brekkuna.
- Ættfræðisetur - umsókn um byggingarleyfi fyrir ættfræðisetur á "Árverslóðinni" í Hofsós.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Hofsós - deiliskipulag - Farið var yfir deiliskipulagstillöguna og þær athugasemdir sem hafa borist. Skipulagstillagan hefur hangið uppi til sýnis í samræmi gr. 6.2.3 í skipulagsreglugerð. Fimm bréf með athugasemdum bárust við tillöguna. Gerðu eftirtaldir athugasemdir:
Uni Pétursson og 43 aðrir Hofsósingar, dags. 14. des. 1999.
Siglingastofnun, bréf dagsett 17.12.1999.
Vegagerð ríkisins, bréf dagsett 16.01.2000.
Eigendur Bakka, minnispunktar byggingarfulltrúa 11.02.2000.
Eigendur Nýjabæjar, bréf dagsett 17.02.2000.
Umhverfis- og tækninefnd svaraði á fundi sínum framkomnum athugasemdum. Vísað er til svara nefndarinnar dags. 21. febrúar 2000 með undirskrift allra nefndarmanna. Svar verður sent hlutaðeigandi.
Umhverfis- og tækninefnd samþykkir framlagða deiliskipulagstillögu dagsetta 21.02.2000. Greinargerð og skipulagsuppdrátt. Önnur gögn málsins eru Bæjar- og húsakönnun, skýringaruppdráttur og drög að þéttbýlisuppdrætti fyrir Hofsós. Deiliskipulagið hefur Árni Ragnarsson arkitekt og skipulagsfræðingur unnið fyrir nefndina.
2. Valgeir Þorvaldsson Vatni sækir um byggingarleyfi fyrir timburhús fyrir ættfræðisetur á gömlu "Árverslóðinni". Framlögð teikning gerð af Óla J. Ásmundssyni arkitekt dagsett í september 1999. Erindið samþykkt.
3. Önnur mál - engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1658.
Stefán Guðmundsson Jón Örn Berndsen
Örn Þórarinsson Ingvar G. Jónsson
Sigrún Alda Sighvats
Árni Egilsson
Jóhann Svavarsson