Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

66. fundur 15. maí 2000 kl. 13:00 - 13:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 66 – 15.05.2000

 

            Ár 2000, mánudaginn 15. maí kl. 1300 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Helgi Thorarensen, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Byggingarmál aldraðra á Sauðárhæðum - lóðaúthlutun - bréf byggðarráðs 9. maí 2000.
  2. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Fyrir liggur bréf byggðarráðs dagsett 9. maí 2000, þar sem óskað er eftir að umhverfis- og tækninefnd úthluti Húsnæðissamvinnufélaginu Búhöldi byggingarlóðum á Sauðárhæðum.  Samþykkt að úthluta Búhöldum hsf. lóðum austan Hásætis, lóðirnar eru nr. 1, 3, 7, 9 og 11.

 

2. Önnur mál.

2.1 Kynntar skýrslur frá Byggðasafni Skagfirðinga.

a)      Hólar í Hjaltadal - fornleifaskráning.

b)      Hof í Hjaltadal - fornleifaskráning.      

Skýrslurnar eru unnar af Katrínu Gunnarsdóttur fornleifafræðingi hjá Byggðasafni Skagfirðinga.

 

2.2. Lögð fram til kynningar reglugerð um frá veitu í Sveitarfélaginu Skagafirði.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1340.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                                         Hallgrímur Ingólfsson

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Helgi Thorarensen