Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 70 – 08.06.2000
Ár 2000, fimmtudaginn 8. júní kl. 1300 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Helgi Thorarensen, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen.
DAGSKRÁ:
- Umsókn um lóð við Faxatorg fyrir skrifstofuhúsnæði - Trésmiðjan Eik sf. Magnús Ingvarsson frá Eik sf. kemur á fundinn.
- Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði - önnur umræða.
- Bryggjugerð í Hofsósi - liður 2 frá síðasta fundi.
- Umsókn um þrjár lóðir í Hofsósi - Valgeir Þorvaldsson fh. Vesturfarasetursins.
- Varmahlíð - tillaga að breyttu skipulagi.
- Deiliskipulag Flæðagerðis.
- Akurhlíð 1 - stækkun á byggingarreit.
- Fornós 10 - viðbygging - umsókn um byggingarleyfi - Sigurður Eiríksson.
- Dögun ehf. - umsókn um byggingarleyfi, áður á dagskrá 3. maí 2000.
- Syðri-Hofdalir - umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús - Atli Traustason og Ingibjörg Klara Helgadóttir.
- Suðurbraut 5 Hofsósi - umsókn um leyfi til að rífa bílgeymslu - Björn Þór Haraldsson.
- Umsókn um leyfi til að leggja ljósleiðara í Hofsós frá Sauðárkróki - Jóhann Örn Guðmundsson fh. Landsímans.
- Bréf íbúa við Skagfirðingabraut 37, 39 og 41, varðandi bílastæði.
- Umsókn vegna beiðni um vínveitingaleyfi - Fosshótel Áning.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Stefán Guðmundsson setti fund og bauð velkominn Magnús Ingvarsson framkvæmdastjóra Eikar sf. sem kom til viðræðna við nefndina vegna lóðaumsóknar.
1. Magnús skýrði ástæður fyrir umsókninni og svaraði spurningum nefndarmanna. Fyrir liggur að Félag eldri borgara í Skagafirði hefur fengið úthlutað lóð á þessu svæði. Tæknideild sveitarfélagsins falið að vinna í málinu.
2. Reglugerð um frá veitu í Sveitarfélaginu Skagafirði. Önnur umræða. Samþykkt var breyting á 5. grein og verður hún eftirfarandi:
Húseigendur sem eiga húseignir við vegi eða opin svæði þar sem fráveita sveitarfélagsins liggur er skylt að leggja á sinn kostnað fráræsi frá húseignum sínum og tengja þau við fráveituna. Þegar lögð er tvöföld fráveita skulu húseigendur halda skólpi aðskildu frá ofanvatni og bakrennslisvatni hitaveitu. Að öðru leyti er bent á ákvæði reglugerðar um fráveitur og skólp nr. 798/1999.
3. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir málinu og hver málsmeðferðin þarf að vera. Nefndin samþykkir að setja málið í grenndarkynningu í samræmi við bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. maí 2000.
4. Tekið fyrir bréf Valgeirs Þorvaldssonar dags. 25.07.1999, varðandi umsóknir um 3 lóðir á Hofsósi. Samþykkt að vísa liðum 2 og 3 í bréfinu til Byggðarráðs Skagafjarðar.
5. Varmahlíð - breyting á skipulagi. Byggingarfulltrúi kynnti breytingar á staðfestu aðalskipulagi. Breytingarnar eru:
I Vegur um skógræktarspildu á aðalskipulagsuppdrætti færist í austur og mun liggja samsíða þjóðvegi. Er þetta gert til að skerða land skógræktarinnar sem minnst.
II Reitur undir opinberar stofnanir breytist úr íbúðum aldraða í leikskóla. Byggingarfulltrúa falið að auglýsa breytinguna.
6. Deiliskipulag Flæðigerði - skipulagið hefur legið fyrir til kynningar tilskilinn tíma og engar athugasemdir borist. Nefndin samþykkir deiliskipulagið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu í samræmi við 26. grein skipulagslaga.
7. Akurhlíð 1 - mál frá fundi 24. maí 2000. Byggingarfulltrúi fór yfir málið. Nefndin samþykkir að eiganda Akurhlíðar 1 verði leyft að stækka húsið til norðurs um 15 metra. Nefndin leggur áherslu á að gengið verði frá lóð hússins sem allra fyrst í samræmi við gildandi skipulag.
8. Fornós 10 - viðbygging - samþykki nágranna liggur fyrir. Málið samþykkt.
9. Dögun hf. byggingarleyfi - samþykki nágranna liggur fyrir. Málið samþykkt.
10. Syðri-Hofdalir - teikningar frá Benidikt Björnssyni dags. 30.05.2000, stimplaðar af slökkviliðsstjóra. Málið samþykkt.
11. Suðurbraut 5, Hofsós - niðurrit á bílskúr. Samþykkt.
12. Lagning ljósleiðara frá Hofsósi til Sauðárkróks - samþykki landeigenda á þessari leið liggur fyrir. Samþykkt.
13. Bréf íbúa við Skagfirðingabraut 37, 39 og 41, þar sem þeir óska eftir að lögð verði gata að íbúðunum um opið svæði austan Skagfirðingabrautar og norðan Bárustígs. Einnig óska bréfritarar eftir að kannað verði hvort hægt sé að veita framangreindum íbúðum bílskúrsréttindi á lóðum sínum með innkeyrslu að austan verðu. Málið rætt. Tæknideild falið að skoða málið.
14. Umsókn Fosshótels Áningar um vínveitingaleyfi. Samþykkt.
15. Önnur mál, engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1625.
Stefán Guðmundsson Óskar S. Óskarsson
Sigrún Alda Sighvats Hallgrímur Ingólfsson
Árni Egilsson Jón Örn Berndsen
Helgi Thorarensen
Örn Þórarinsson