Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 71 – 21.06.2000
Ár 2000, miðvikudaginn 21. júní kl. 1300 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Óskar S. Óskarsson, Sigurður H. Ingvarsson, Jón Örn Berndsen, Hallgrímur Ingólfsson og Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Sorpurðunarsvæði - almennar umræður - Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur.
- Flæðigerði - umsókn um lóð fyrir reiðskemmu - áður á dagskrá 16. febrúar 2000.
- Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar - umsókn um leyfi til að setja útitröppur á suðurhlið.
- Auðunarstofa hin nýja á Hólum - umsókn um byggingarleyfi - Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Hólanefndar.
- Fellstún 20 - umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús - Ásmundur Pálmason og Rita Didriksen.
- Hlíðarstígur 2, Sauðárkróki - umsókn um leyfi til að byggja bílgeymslu og breyta íbúðarhúsinu - Gísli V. Björnsson.
- Gýgjarhóll - utanhússklæðning á fjósi - Ingvar Gýgjar.
- Hólavegur 10, Sauðárkróki - sótt um leyfi til að steypa upp í glugga - umsækjandi Sólborg Bjarnadóttir.
- Efra-Haganes 2 - umsókn um leyfi til að byggja sumarhús - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
- Neðra-Haganes - umsókn um leyfi til að byggja sumarhús - Ari Már Þorkelsson.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Sorpurðunarsvæði - Hallgrímur Ingólfsson fór yfir málið og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem í gangi er varðandi fyrirhugað sorpurðunarsvæði fyrir Skagafjörð. Svæðinu hefur nú verið markaður staður norðan Siglufjarðarvegar og vestan Hjaltadalsár í landi sveitarfélagsins. Vinna við umhverfismat stendur yfir og fyrir liggur tillaga að matsáætlun. Varðandi meðhöndlun á sigvatni frá urðunarstaðnum er lagt til að náttúran sjálf verði látin sjá um niðurbrot á sigvatni, en það er talin ásættanleg lausn að mati sérfræðinga sem fyrir sveitarfélagið eru að vinna. Kynningarferlið vinnst samhliða vinnu við svæðisskipulag og í framhaldi af því deiliskipulagsvinna. Lagt er til að urðunarstaðurinn geti þjónað Skagafirði, Siglufirði og Akrahreppi.
Nú viku Hallgrímur Ingólfsson og Snorri Björn af fundi.
2. Umsókn um lóð fyrir reiðskemmu á hesthúsasvæði við Flæðigerði. Nú hefur deiliskipulag svæðisins verið samþykkt og er því lóðinni úthlutað til umsækjanda sem er undirbúningsnefnd um byggingu reiðhallar fh. Hestamiðstöðvar Íslands.
3. Birgir Gunnarsson fh. Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki óskar eftir leyfi til að setja útitröppur og dyr á suðurhlið hússins. Framlögð teikning gerð af Arkitekt Árna, dagsett í maí 2000. Samþykkt.
4. Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Hólanefndar fh. Hóladómkirkju sækir um leyfi til að byggja Auðunarstofu hina nýju samkvæmt teikningu frá Þorsteini Gunnarssyni arkitekt. Húsið verður bjálkahús og stafhús byggt á steinhlöðnum grunni. Samþykkt.
5. Gísli Björnsson, Hlíðarstíg 4, sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu og breyta íbúðarhúsinu samkvæmt framl. teikningu Benedikts Björnssonar arkitekts, dagsett 17.03.1999. Áður á dagskrá 31. mars 1999. Fyrir liggur samþykki nágranna. Samþykkt.
6. Ásmundur Pálmason sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 20 við Fellstún á Sauðárkróki. Framl. teikning frá ARKO dagsett í mars 2000. Samþykkt.
7. Ingvar Gýgjar Jónsson eigandi Gýgjarhóls sækir um leyfi til að klæða utan suðurstafn og austurhlið gamla fjóssins á Gýgjarhóli. Samþykkt.
8. Sólborg Bjarnadóttir sækir um leyfi til að steypa upp í glugga á n-austur horni hússins. Fyrirhuguð breyting kemur fram á ljósriti af teikningu frá Hirti Ingasyni Sauðárkróki. Samþykkt.
9. Jóhanna B. Jóhannsdóttir sækir um leyfi til að byggja sumarhús í landi Efra-Haganess II samkvæmt framl. teikningu Vilhjálms Þorlákssonar, dagsett í október 1999. Erindið samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla þeirra gagna sem vantar.
10. Ari Már Þorkelsson sækir um leyfi til að byggja sumarhús í landi Neðra-Haganess samkvæmt teikningu Magnúsar Jónssonar byggingarfræðings. Erindið samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla þeirra gagna sem vantar.
11. Önnur mál - engin.
Fundi slitið kl. 1540.
Stefán Guðmundsson Jón Örn Berndsen
Örn Þórarinsson Sigurður H. Ingvarsson
Árni Egilsson
Sigrún Alda Sighvats
Helgi Thorarensen