Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

75. fundur 21. ágúst 2000 kl. 13:00 - 15:35 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar

Fundur 75 – 21.08.2000

 

            Ár 2000, mánudaginn 21. ágúst kl. 1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Gísli Gunnarsson, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Jón Örn Berndsen.

 

Dagskrá:

  1. Sorpurðunarstaður í Skagafirði - tillaga að matsáætlun.
  2. Umsókn um leyfi til að byggja staurabryggju við Vesturfarasetrið í Hofsósi, Valgeir Þorvaldsson fh. Vesturfarasetursins.
  3. Brimnes (Kvistás) - Umsögn um lóðarleigusamning - Halldór Stein­gríms­son, Brimnesi.
  4. Þönglaskáli - Umsókn um landskipti - Guðjón Ægir Sigurjónsson fh. viðkomandi.
  5. Hásæti 3, Sauðárkróki - umsókn um byggingarleyfi - Þórður Eyjólfsson f.h. Búhölda.
  6. Faxatorg - Lóðarumsókn frá Trésmiðjunni  Eik sf.
  7. Bréf  Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins varðandi tillögur og ábend­ingar vegna bættrar umferðarlöggjafar.
  8. Fellstún 17, Sauðárkróki - Umsókn um leyfi til að breikka innkeyrslu - Atli Hjartarson.
  9. Öldustígur 5, Sauðárkróki - Umsókn um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið - Stefán Pálsson.
  10. Efra Haganes, Fljótum - Umsókn um leyfi til að klæða utan íbúðar­húsið - Magnús Eiríksson fh. eigenda.
  11. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Sorpurðunarstaður í Skagafirði - lögð fram tillaga að matsáætlun vegna sorpurðunarstaðar í Skagafirði. Tillagan unnin af Línuhönnun, verkfræðistofu fyrir sveitarfélagið.

Ákveðið er að halda opinn kynningarfund í Hofsósi vegna mats á umhverfisáhrifum nýs sorpurðunarstaðar í Skagafirði. Fundurinn verður n.k. miðvikudagskvöld 23. ágúst n.k. kl. 20,30.

 

2. Umsókn Vesturfarasetursins um leyfi til að byggja staurabryggju í höfninni í Hofsósi aftur á dagskrá. - Erindið samþykkt.

 

3. Brimnes - lagður fram leigusamningur á landi undir  þegar byggt íbúðarhús úr landi Brimness. Leigusali er Halldór Steingrímsson, leigutaki Sigurður Sv. Ingólfsson og Kristín Steingrímsdóttir. -Erindið samþykkt.

 

4. Þönglaskáli í Hofshreppi - lagt fram samkomulag um landskipti milli annarsvegar Eysteins Jónssonar og hinsvegar Birgis Freys Þorleifssonar og Júlíu Sverrisdóttur. Afgreiðslu frestað, óskað er eftir gleggri afstöðumynd.

 

5. Hásæti 3, Sauðárkróki - Búhöldar, Þórður Eyjólfsson sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni nr. 3 við Hásæti. Framl. teikn. gerð af Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf á Akranesi. Teikning dags. 28.07.2000. - Erindið samþykkt.

 

6. Faxatorg - lóðarumsókn frá Trésmiðjunni Eik sf. Bréf, dagsett 12.05.2000 og 18.07.2000, vegna umsóknar um lóðina frá Trésmiðjunni Eik tekin fyrir.

Formaður lagði fram tillögu um að þessu máli verði frestað til næsta fundar. Tillaga formanns samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu og einn situr hjá.

Sigrún Alda óskar bókað "Ég lýsi yfir óánægju yfir afgreiðslu formanns U og T um ákvörðun hans um að fresta málinu einu sinni enn. Trésmiðjan Eik sf hefur beðið eftir svari í þrjá mánuði."

Formaður óskar bókað: "Eins og fundargerð ber með sér fór atkvæðagreiðsla fram um málið í nefndinni."

 

7. Lagt fram bréf, dags. 31. júlí 2000, frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu varðandi tillögur sem stuðlað gætu að bættu umferðaröryggi. Bréfið undirritar Sandra Baldvinsdóttir fh.r.

Ákveðið að óska eftir að fá fund með sýslumanni og yfirlögregluþjóni um málið.

 

8. Fellstún 17, Sauðárkróki - Atli Hjartarson sækir um leyfi til að fá að breikka innkeyrslu að húsinu um tvo metra til suðurs. - Erindinu synjað.

 

9. Öldustígur 5, Sauðárkróki - Stefán Pálsson sækir um leyfi til að klæða utan húsið með Steni-klæðningu. - Samþykkt.

 

10. Efra Haganes I í Fljótum - Magnús Eiríksson f.h. eigenda sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið í Efra Haganesi með kantstáli. - Erindið samþykkt.

 

11. Önnur mál.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15,35.

 

Stefán Guðmundsson                                    Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson

Sigrún Alda Sighvats

Gísli Gunnarsson

Helgi Thorarensen