Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 77 – 27.09.2000
Ár 2000, miðvikudaginn 27. september kl. 1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen.
Dagskrá:
- Varmahlíð - aðalskipulagsbreyting
- Nýr sorpurðunarstaður í Skagafirði -
- Bréf vegagerðarinnar varðandi frágang á gömlum námum
- Sumarhúsið Selið í landi Krithóls - viðbygging
- Stóra-Gröf ytri I og II - Sameining jarðanna og útskipti á landspildu.
- Bréf Sigurjóns Þórðarsonar heilbrigðisfulltrúa dags. 31.08.2000.
- Krókaleiðir - Umsókn um leyfi til að flytja hús og stöðuleyfisumsókn.
- Auglýsing á starfi hjá Brunavörnum Skagafjarðar, bréf Óskars S. Óskarssonar dags 5. sept. 2000
- Hásæti 7 - 11 Sauðárkróki. Umsókn um byggingarleyfi, Búhöldar húsnæðissamvinnufélag.
- Hólagerði Lýtingsstaðahreppi - Umsókn um bráðabirgðaleyfi fyrir gróðurhúsi.
- Önnur mál.
a) Fundur félags byggingarfulltrúa 30. og 31. okt. nk.
Afgreiðslur:
1. Í samræmi við ákvörðun Umhverfis- og tækninefndar 8. júní sl. og samþ. sveitarstjórnar frá 27. júní sl. hefur tillaga um breytingu á Aðalskipulagi í Varmahlíð hangið uppi til kynningar í Varmahlíð og á Skrifstofu Skagafjarðar. Auglýstur tími til að skila athugasemdum við tillöguna rann út 15. sept. sl. Engar athugasemdir bárust.
- Breytingartillagan er því samþykkt óbreytt og samþykkt að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. Skipulagslögum.
2. Nýr sorpurðunarstaður í Skagafirði. - Bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 8. sept. sl. lagt fram. Þar er fallist á tillögu sveitarfélagsins að matsáætlun.
Fram kemur að Skipulagsstofnun kynnti matsáætlunina hlutaðeigandi aðilum. Umhverfis- og tækninefnd hélt opinn kynningarfund í Hofsósi þar sem farið var yfir matsáætlunina. Einnig var matsáætlunin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og á heimasíðu Línuhönnunar hf, verkfræðistofu.
3. Bréf Vegagerðar ríkisins, dagsett 18. sept. sl. lagt fram. Þar er óskað umsagnar varðandi frágang á þrem malarnámum í Skagafirði. Námurnar eru í Lestamelum við þjóðveg 1, skammt austan við bæinn Stóra-Vatnsskarð, við Víðines 2 í Hjaltadal og austan heimreiðar að Garðakoti í Hjaltadal. Engar athugasemdir eru gerðar við erindið.
4. Sumarhúsið Selið í landi Krithóls - Kristján Jónasson, f.h. Jónasar Kristjánssonar, sækir um leyfi til að byggja við sumarhúsið samkvæmt framlagðri teikningu frá Opus, teikni- og verkfræðistofu, dagsett 02.09.2000. - Erindið samþykkt.
5. Stóra-Gröf ytri I og II. - Jón Sigfús Sigurjónsson hdl., f.h. landeigenda, óskar heimildar nefndarmanna til að sameina jarðirnar Stóra-Gröf ytri I og II og að skipta 2,54 ha landspildu út úr jörðinni og selja íbúðarhúsið að Stóru-Gröf I.
- Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
6. Bréf Sigurjóns Þórðarsonar, dags. 31. ágúst sl., lagt fram. Þar er gerð athugasemd við frárennsli sem fer í skurð, sem liggur út í sjó við rafstöðina. Þá er óskað eftir áætlun um endurbætur á fráveitunni í samræmi við 17. grein reglugerðar nr. 798 frá 1999. - Bæjartæknifræðingi falið að svara erindinu.
7. Þorvaldur Steingrímsson f.h. Krókaleiða sækir um leyfi til að flytja skúr, sem hann hefur keypt af Hafsteini Oddssyni, á grunn sem er á gamla skíðasvæðinu í Tindastóli. Einnig sótt um leyfi til að staðsetja gám við grunninni. Sótt er um leyfið til tveggja ára. - Leyfið veitt til tveggja ára.
8. Bréf Óskars S. Óskarssonar, slökkviliðsstjóra, dagsett 5. sept. 2000, lagt fram. Þar er óskað eftir samþykki nefndarinnar til að auglýsa starf hjá Brunavörnum Skagafjarðar. Starfið kemur til vegna samnings um sjúkraflutninga. - Samþ. að heimila auglýsingu.
9. Hásæti 7-11, Sauðárkróki. - Þórður Eyjólfsson, f.h. húsnæðissamvinnufélagsins Búhölda, sækir um byggingarleyfi fyrir þremur parhúsum við Hásæti 7-11. Framlögð teikning gerð af Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf á Akranesi. Hvert hús er 255,8 m2, 493 m3. - Samþykkt.
10. Hólagerði, Steinsstaðabyggð. - Sótt er um leyfi til að setja upp til bráðabirgða plastgróðurhús 4,62 x 6,75 m x 2,45 m á hæð. - Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
11. Önnur mál:
a) Lögð fram dagskrá á fundi Félags byggingarfulltrúa í Reykholti 30. og 31. okt. n.k. - Byggingarfulltrúi sækir fundinn.
b) Örn spyrst fyrir um hvað líði afgreiðslu á lóðarumsókn Trésmiðjunnar Eikar um lóð á Faxatorgi. - Byggingarfulltrúi upplýsti að hann hefði 1. sept. sl. með bréfi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Trésmiðjunnar Eikar sf vegna málsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14,59.
Stefán Guðmundsson Jón Örn Berndsen
Örn Þórarinsson Óskar S. Óskarsson
Sigrún Alda Sighvats
Árni Egilsson
Helgi Thorarensen
Hallgrímur Ingólfsson