Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

79. fundur 25. október 2000 kl. 12:00 - 14:33 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar

Fundur 79 - 25.10.2000

 

Ár 2000, miðvikudaginn 25. október kl. 1200 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

           

Mætt voru:

Stefán Guðmundsson

Sigrún Alda Sighvats 

Árni Egilsson

Örn Þórarinsson

Hallgrímur Ingólfsson

Óskar S. Óskarsson

Sigurður H. Ingvarsson

Jón Örn Berndsen

           

Dagskrá:

  1. Staða verklegra framkvæmda - Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur.
  2. Ljótsstaðir - Umsókn um byggingarleyfi fyrir vélsmiðju - Trausti Fjólmundsson, Ljótsstöðum.
  3. Framkvæmdaleyfi fyrir strengframkvæmd við Sleitustaði - Rarik.
  4. Hofstaðasel - Íbúðarhús Vésteins Vésteinssonar - .
  5. Málþing um reiðvegi.
  6. Jarðgöng og vegagerð á norðanverðum Tröllaskaga - Tillaga að matsáætlun.
  7. Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9 október 2000, varðandi gerð aðalskipulags.
  8. Bréf Náttúruverndar ríkisins dags. 10. okt. 2000.
  9. Bréf Náttúruverndar ríkisins dags. 17. okt. 2000.
  10. Önnur mál

 

Fulltrúi S-listans, Jóhann Svavarsson, boðaði forföll vegna anna og tilkynnti einnig um forföll varamanns.

 

Afgreiðslur: 

1. Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur fór yfir helstu verk sem í gangi hafa verið á árinu á vegum Sveitarfélagsins í málaflokkum 08 Heilbrigðismál og 10 Götur og holræsi og lagði fram gögn þar um. Miklar umræður urðu um stöðu verklegra framkvæmda í Sveitarfélaginu og svaraði Hallgrímur fyrirspurnum fundarmanna. Þá lagði Hallgrímur fram, til yfirlestrar, Matsskýrslu vegna umhverfismats fyrir nýjan Sorpurðunarstað. Skýrslan er á lokastigi.

 

2. Ljótsstaðir - Trausti B. Fjólmundsson, Ljótsstöðum sækir um leyfi til að byggja vélageymslu á jörðinni samkvæmt framlögðum teikningum frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. Byggingarteikningar dagsettar í sept. 2000, afstöðumynd í júlí 2000.  Byggingin er að grunnflatarmáli 549,8 m2 og 2.482,0 m3, stálgrindarhús á steyptum sökkli. Fyrir liggja umsagnir Landbúnaðarráðuneytis dagsett 6. október sl. og Skipulagsstofnunar dagsett 12. október sl. Þar eru ekki gerðar athugasemdir við byggingu hússins. Erindið samþykkt.

 

3. Pétur Vopni Sigurðsson fh. Rafmagnsveitna ríkisins sækir um leyfi fyrir að leggja í jörðu 12 KV háspennustreng frá aðveitustöð við Ásgarð í spennistöðvarkúlu við Hlíðarenda. Meðfylgjandi erindinu er loftmynd sem sýnir strengleiðirnar. Erindið samþykkt.

 

4. Hofstaðasel - Eigendaskipti - Bjarni Vésteinsson hjá Verkfræðiþjónustu Akraness, fh. eigenda, óskar heimildar nefndarinnar til að skipta íbúðarhúsinu í þrjá aðskilda eignarhluta, samkvæmt meðfylgjandi byggingarteikningum dagsettum í mars 2000, útgefnum  25.09.2000. og afstöðumynd gerðri í sept 2000. Fyrir liggur samþykki Brunavarna Skagafjarðar. Erindið samþykkt.

 

5. Málþing um reiðvegi - Borist hefur bréf frá Hestamiðstöð Íslands, sem stendur fyrir málþingi um reiðvegi að Hólum í Hjaltadal 7. nóvember nk. Mælst er til að starfsmenn tæknideildar mæti á málþingið.

 

6. Jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar - Drög að matsáætlun - Borist hafa drög að matsáætlun vegna jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga. Vegagerðin, sem framkvæmdaraðili, hefur samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum gert  þessa tilllögu að matsáætlun. Í tillögunni koma m.a. fram upplýsingar um mögulegar framkvæmdir, stutt lýsing á framkvæmdasvæðinu, afmörkun líklegs áhrifasvæðis og upptalning á rannsóknum. Óskað er eftir að ábendingar og athugasemdir verði sendar Stefáni G. Thors hjá VSÓ ráðgjöf. Erindið verður aftur á dagskrá næsta fundar.

 

7. Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 9. október 2000, varðandi gerð aðalskipulags. Þar er verið að vekja athygli á ákvæðum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. um gerð aðalskipulags. Málið verður tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar.

 

8. Borist hefur, frá Náttúruvernd ríkisins, afrit af bréfi til Friðriks Antonssonar bónda á Höfða varðandi framkvæmdir við ós Höfðavatns. Bréfið dagsett 10. október 2000. Þar er vakin athygli á að framkvæmdir er áhrif hafa á umhverfið og breyti ásýnd þess séu háðar leyfi sveitarstjórnar skv. 27. og 43. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og að leita beri umsagnar Náttúruverndar ríkisins áður en slík leyfi eru veitt.

 

9. Borist hefur bréf frá Náttúruvernd ríkisins varðandi breytingar á Tjarnartjörn í Skagafirði. Bréfið dagsett 17.10.2000. Tæknideild falið að afla skýrslu Náttúruverndar ríkisins dags. 9 okt. sl. varðandi þetta mál.

 

10. Önnur mál. - Engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1433

 

Stefán Guðmundsson                         Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                  Óskar S. Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats                           Sigurður H. Ingvarsson

Árni Egilsson