Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

83. fundur 20. desember 2000 kl. 13:00 - 15:35 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar

Fundur 83 - 20.12.00

 

Ár 2000, miðvikudaginn 20. desember kl.13,00 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

 

Mætt voru:

Stefán Guðmundsson

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson

Örn Þórarinsson

Jóhann Svavarsson

Hallgrímur Ingólfsson

Sigurður H. Ingvarsson

Jón Örn Berndsen

 

Dagskrá:

  1. Sorpurðunarsvæðið við Krosshóla - deiliskipulagstillaga
  2. Gamli bærinn Sauðárkróki - Bæjar- og húsakönnun
  3. Aðalskipulag Hóla í Hjaltadal - Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 8. des. 2000
  4. Umsókn um einbýlishússlóðina Fellstún 18, Sauðárkróki
  5. Bréf frá Guðmundi Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra Sorpeyðingar Eyjafjarðar, dagsett 1.des. 2000
  6. Bréf Reynis Barðdal, dagsett 23. nóv. 2000 varðandi stofnun lögbýlis á Gránumóum
  7. Eyhildarholt - umsókn um leyfi til að klæða utan íbúðarhús
  8. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

1. Á fundinn kom Árni Ragnarsson, skipulagsarkitekt og skýrði deiliskipulagstillögu sorpurðunarsvæðisins, sem hann hefur unnið fyrir Umhverfis- og tækninefnd. Málið rætt ítarlega. Afgreiðslu tillögunnar frestað.


2. Gamli bærinn Sauðárkróki. Lögð fram bæjar- og húsakönnun, sem unnin er samhliða endurskoðun á skipulagi fyrir gamla bæjarhlutann á Sauðárkróki og staðfest var 1986. Bæjar- og húsakönnunin er samtals 75 síður og skiptist í 6 höfuðkafla sem eru: Inngangur,  Sögulegt yfirlit, Könnunarsvæði, Varðveisluþættir, Varðveisla húsa og Varðveisluáætlun, auk húsa- og heimildaskrár. Bæjar- og húsakönnunin er unnin fyrir Umhverfis- og tækninefnd af arkitektunum Áslaugu Árnadóttur og Árna Ragnarssyni.

3. Breyting á Aðalskipulagi Hóla í Hjaltadal 1990-2010. Borist hefur bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 8. desember, þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun geri ekki athugasemdir við að tillagan verði auglýst, með þeim fyrirvara að í greinargerð verði nánar fjallað um fyrirhugaða aukningu íbúðabyggðar og fyrirkomulag lækjar/ vatns á svæðinu. Skipulagið er unnið af Birni Kristleifssyni, arkitekt á Egilsstöðum. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Árni Ragnarsson vék nú af fundi.

 

Fellstún 18, Sauðárkróki. Elsa Árnadóttir, Hrollaugsstöðum, Hornafirði sækir um lóðina. Umsóknin samþykkt.

 

5. Bréf Guðmundar Guðlaugssonar, framkvæmdastjóra Sorpeyðingar Eyjafjarðar, dagsett 1. des. sl. lagt fram. Afgreiðslu erindisins frestað.

 

6. Bréf Reynis Barðdal, dagsett 23. nóv. sl. lagt fram. Þar er óskað eftir heimild Sveitarfélagsins til þess að loðdýrabú Þels ehf. á Gránumóum verði gert að lögbýli. Erindið rætt og því frestað.

 

7. Eyhildarholt - Erlendur Árnason og Guðrún Eyhildur Árnadóttir óska eftir leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið í Eyhildarholti, með litaðri stálklæðningu. Erindið samþykkt.

 

8. Önnur mál.

a) Jóhann Svavarsson spyr hvað líði endurskipulagi Flæðanna og stefnumörkunar­umræðu fyrir gamla bæinn. Formaður svaraði Jóhanni.

 

Fleira ekki gert, formaður sleit fundi kl. 1535 og óskaði fundarmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

 

 

Stefán Guðmundsson                          Jón Örn Berndsen, ritari

Sigrún Alda Sighvats                           Hallgrímur Ingólfsson

Örn Þórarinsson                                  Sigurður H. Ingvarsson

Jóhann Svavarsson

Árni Egilsson