Áramótabrennur og flugeldasýningar í Skagafirði
28.12.2023
Nú líður að lokum ársins 2023 og verður árið kvatt og nýju ári fagnað með áramótabrennum og flugeldasýningum eins og hefð er fyrir. Hér að neðan eru upplýsingar um áramótabrennur og flugeldasýningar í Skagafirði:
Kl. 17:00 – Hofsós – Áramótabrenna við Móhól ofan við Hofsós. Flugeldasýning hefst kl. 17:30.
Kl. 21:00 – Hólar – Flugeldasýning norðan við grunnskólann.
Kl. 17:00 – Varmahlíð – Flugeldasýning á túninu neðan við Varmahlíð.
Kl. 20:30 – Sauðárkrókur – Áramótabrenna staðsett milli Borgargerðis og Sauðárkróksbrautar, til móts við leikskólann Ársali. Flugeldasýning hefst kl. 21:15. Skotið verður ofan af Nöfum.