Auglýsing um skipulagsmál – Skagafjörður
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 20. fundi sínum þann 13. desember sl. þrjár óverulegar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar eru settar fram á þremur breytingarblöðum og eru viðfangsefni eftirfarandi:
Íbúðarbyggð við Lækjarbakka - Steinaborg á Steinsstöðum (ÍB-801)
Felur í sér breytingu á töflu 8.1 í greinargerð þar sem heimilaður fjöldi nýrra íbúða innan ÍB-801 hækkar um 5 íbúðir.
Íbúðarbyggð við Ránarstíg - Hegrabraut á Sauðárkróki (ÍB-404)
Felur í sér breytingu á töflu 4.1 í greinargerð þar sem heimilaður fjöldi nýrra íbúða innan ÍB-404 hækkar um 10 íbúðir. Með breytingunni hækkar þéttleiki um 0,5 íb/ha.
Miðsvæði við Aðalgötu - Faxatorg á Sauðárkróki (M-401)
Felur í sér breytingu á töflu 4.2 í greinargerð þar sem skráð er núverandi byggingarmagn innan M-401 samkvæmt fasteignaskrá.
Sveitarstjórn Skagafjarðar telur að breytingarnar sé óverulegar sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.-32. gr. skipulagslaga. Breytingarnar teljast óverulegar þar sem þær fela ekki í sér breytta landnotkun eða eru líklegar til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila.
Aðalskipulagsbreytingarnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar
Tillaga að óverulegri breytingu á íbúðarbyggð (ÍB-801)
Tillaga að óverulegri breytingu á íbúðarbyggð (ÍB-404)
Tillaga að óverulegri breytingu á miðsvæði við Aðalgötu (M-401)