Gunnar Páll Ólafsson ráðinn í starf verkstjóra
Gunnar Páll Ólafsson hefur verið ráðinn í starf verkstjóra Þjónustumiðstöðvar á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði.
Gunnar Páll lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun árið 2016 frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Gunnar Páll er með réttindi á stórar vinnuvélar sem og aukin ökuréttindi (meirapróf). Þar að auki hefur hann sótt ýmis námskeið t.a.m. vegna rafbíla og annarra nýjunga í greininni.
Gunnar Páll hefur starfað um árabil á Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga í ýmsum störfum en í dag starfar hann sem þjónustu- og gæðastjóri bifreiðaverkstæðisins samhliða viðgerðum.
Gunnar Páll mun hefja störf hjá sveitarfélaginu í byrjun maí og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í sínum störfum.