Íþróttamaður Skagafjarðar 2014
Ungmennasamband Skagafjarðar og Tindastóll boðuðu til samkomu í Húsi frítímans á Sauðárkróki laugardaginn 27. desember þar sem tilkynnt var val á íþróttamanni Skagafjarðar og íþróttamanni Tindastóls fyrir árið 2014.
7 voru tilnefndir til íþróttamanns Skagafjarðar: Arnar Geir Hjartarson (golf), Baldur Haraldsson (akstursíþróttir), Gísli Gíslason (hestaíþróttir), Helgi Rafn Viggósson (körfubolti), Jóhann Björn Sigurbjörnsson (frjálsíþróttir), Jón Friðbjörnsson (akstursíþróttir), Loftur Páll Eiríksson (fótbolti).
Baldur var kosinn íþróttamaður Skagafjarðar 2014, í öðru sæti var Jóhann Björn Sigurbjörnsson og í því þriðja var Arnar Geir Hjartarson.
Hlynur Þór Haraldsson var útnefndur sem þjálfari ársins, kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks sem lið ársins og einnig voru veittar ýmsar viðurkenningar til efnilegra ungmenna.
8 voru tilnefndir sem íþróttamaður Tindastóls 2014: Bríet Lilja Sigurðardóttir (karfa), Guðrún Jenný Ágústsdóttir (fótbolti), Jóhann Björn Sigurbjörnsson (frjálsíþróttir), Loftur Páll Eiríksson (fótbolti), María Finnbogadóttir (skíði), Pétur Rúnar Birgisson (karfa), Rannveig Sigrún Stefánsdóttir (sund), Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (frjálsíþróttir)
Jóhann Björn Sigurbjörnsson spretthlaupari var kosinn íþróttamaður Tindastóls 2014.
Myndirnar eru af heimasíðu Tindastóls.