Laus störf hjá sveitarfélaginu
Laus eru til umsóknar nokkur fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu flest frá og með 1. febrúar næstkomandi, garðyrkjufræðingur, skjalavörður, starfsmaður í Dagdvöl aldraðra og starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi.
Garðyrkjufræðingur í fullt framtíðarstarf sem í felst m.a. stjórnun og stýring vinnuhópa og umhirða og viðhald verkefna garðyrkjudeildar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Garðyrkjufræðingur er staðgengill garðyrkjustjóra í forföllum og er umsóknarfrestur til og með 3. janúar. Sjá nánar.
Skjalavörður í 75% starfshlutfalli í framtíðarstarf hjá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Í starfinu felst m.a. almenn skráningarstörf innan safnsins, svara fyrirspurnum, afla sér þekkingar á safnkosti ásamt því að sinna forvörslu á safnkosti og aðstoða héraðsskjalavörð við ráðgjafastörf. Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar. Sjá nánar.
Starfsmaður í Dagdvöl aldraðra á Sauðárhæðum í 50% framtíðarstarf sem í felst m.a. að aðstoða og styðja dvalargesti við athafnir daglegs lífs og þátttöku í starfsemi dagdvalar eins og hópastarfi, samverustundum, söng, leikifimi, sundi o.fl.Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar. Sjá nánar.
Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk við Skúlabraut á Blönduósi í 83% framtíðarstarf. Starfið felur í sér aðstoð við fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs og ýmsa afþreyingu. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu. Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar. Sjá nánar.
Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.