Fara í efni

Laust starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar og kynningarmálum

22.08.2018

 Auglýst er laust til umsóknar starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálaum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Upphaf starfs: Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Lýsing á starfinu: Verkefnastjóri vinnur m.a. að skilgreindum verkefnum fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það að markmiði að þróa áfram ákveðin verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í Sveitarfélaginu Skagafirði. Auk þess tekur verkefnastjóri þátt í öðrum verkefnum undir stjórn sviðsstjóra og næsta yfirmanns. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Menntunarkröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði verkefnastjórnunar, rekstrar- og vöruþróunar eða nýsköpunar. Krafa er gerð um bílpróf.

Hæfniskröfur: Hagnýt starfsreynsla. Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur. Frumkvæði og metnaður. Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni. Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur: Er til og með 2. september 2018.

Nánari upplýsingar: Margeir Friðriksson, sviðsstjóri, í síma 455-6000 eða margeir@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini skal fylgja umsókn.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skilað í gegnum íbúagátt á heimsíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar sem og konur eru hvattir til að sækja um.