Losun garðaúrgangs á Sauðárkróki
17.08.2023
Í sumar urðu breytingar á hvar íbúar geta losað garðaúrgang á Sauðárkróki. Búið er að loka svæðinu sem notast var við í iðnaðarhverfinu rétt hjá Flokku þar sem fræmkvæmdir við byggingu iðnaðarhúsnæðis eru í gangi.
Allur almennur garðaúrgangur s.s jarðvegur, gras/hey og smærri greinar eiga að fara í jarðvegstippinn rétt sunnan við leikskólann Ársali, austan við veginn.
Stærri greinar, tré og steypuafgangar, hellur, flísar o.þ.h fer áfram upp í gryfjur við Gránumóa (ofan við mótorkross brautina).
Annað rusl fer sem áður í Flokku.
Á myndinni eru svæðin merkt inn.
Grænn punktur - jarðvegur, gras/hey og smærri greinar
Rauður punktur - Stærri greinar, tré og steypuafgangar, hellur, flísar