Skólahverfi í Skagafirði og reglur um undanþágu fyrir skólasókn í öðru skólahverfi
Í Skagafirði eins og í öðrum sveitarfélögum eru ákveðin skólahverfi. Börn sækja skóla innan sinna skólahverfa og skipulag skólaaksturs tekur mið af þeim. Sveitarfélög landsins hafa ekki boðið upp á fljótandi skólahverfi enda myndi slíkt kalla á mikla skipulagningu, mjög breytilegan akstur og akstursleiðir á milli skólahverfa og mjög verulega aukinn kostnað við þá þjónustu.
Skólahverfin í Skagafirði eru skilgreind á eftirfarandi hátt:
Grunnskólinn austan Vatna:
- Vegamót sunnan Ásgeirsbrekku norður að mörkum Skagafjarðar og Fjallabyggðar
Varmahlíðarskóli:
- Frá Birkihlíð
- Frá vegamótum sunnan við Ásgeirsbrekku að mörkum Skagafjarðar og Eyjafjarðar
- Byggð sunnan vegamóta þjóðvegar 1 og Skagafjarðarvegar, þ.m.t. Efribyggðarvegur, Dalspláss, Steinsstaðahverfi, Vesturdalur og Svartárdalur
- Frá mörkum Skagafjarðar og Húnabyggðar
Árskóli:
- Frá Gili
- Vegamót sunnan Ásgeirsbrekku vestur að Sauðárkróki
- Skagi frá mörkum Skagafjarðar og Skagabyggðar
- Reykjaströnd
Heimilt er að sækja um undanþágu fyrir skólasókn í öðru skólahverfi og um það gilda sérstakar reglur sem finna má hér á heimasíðu Skagafjarðar.
Heimilt er að veita undanþágu frá skólasókn í skólahverfi viðkomandi barns ef rík málefnaleg sjónarmið, fagleg eða félagsleg, liggja fyrir.
Beiðni foreldra um flutning skal vera skrifleg og rökstudd. Skal hún hafa borist fræðslustjóra sveitarfélagsins eigi síðar en 10. dag júnímánaðar til þess að unnt sé að taka afstöðu til hennar áður en skipulagning skólaárs viðkomandi skóla lýkur.
Fræðslunefnd afgreiðir umsóknir að fengnu áliti sérfræðinga, skóla- og / eða félagsþjónustu sem og skólastjóra beggja skóla. Umsókn er einungis samþykkt ef:
- talin eru fullnægjandi fagleg eða félagsleg rök fyrir beiðninni
- ef kostnaður vegna breytinganna er óverulegur (skólaakstur, launakostnaður o.s.frv.)
- ef breyting veldur ekki umtalsverðri röskun á starfsemi hlutaðeigandi skóla.
Í framangreindu felst að sækja þarf um undanþágu fyrir skólasókn í skólahverfi viðkomandi barns. Skólastjórar beggja skóla þurfa að veita samþykki sitt fyrir undanþágunni og einnig fræðslunefnd. Akstur er ekki samþykktur samhliða námsvist enda taka akstursleiðir mið af skólahverfum. Í undanþágunni felst að foreldri þarf sjálft að sjá um akstur til viðkomandi skóla eða semja við bílstjóra sem þangað ekur að barnið fái að njóta akstursþjónustu hans. Í þessu felst að ef samkomulag næst á milli foreldra og viðkomandi bílstjóra þá þarf foreldri að aka barni í veg fyrir akstursleið hans, á öruggum og heppilegum stað sem báðir aðilar fallast á. Sveitarfélagið hefur ekki milligöngu um og ber ekki ábyrgð á slíkum samningaviðræðum.
Þeir sem sinna skólaakstri eru:
Ytri Ingveldarstaðir – Árskóli | Björn Sigurður Jónsson |
Keta – Árskóli | Jóhann Rögnvaldsson |
Hegranes – Árskóli | F-Borg ehf. |
Gil – Árskóli | F-Borg ehf. |
Birkihlíð – Varmahlíðarskóli | HBS ehf. |
Sæmundarhlíð – Sauðárkróksbraut | HBS ehf. |
Garðhús – Sauðárkróksbraut | HBS ehf. |
Bústaðir – Varmahlíðarskóli | Indriði Stefánsson |
Efribyggð – Skagafjarðarvegur | Indriði Stefánsson |
Litlidalur – Skagafjarðarvegur | Indriði Stefánsson |
Fjall – Varmahlíðarskóli | HBS ehf. |
Stekkjaflatir – Varmahlíðarskóli |
Hugheimur ehf |
Syðri Hofdalir – Varmahlíðarskóli |
Sel ehf. |
Enni – Grunnskólinn á Hólum | Birgir Þórðarson |
Hólar – Grunnskólinn á Hofsósi | Birgir Þórðarson |
Þrasastaðir – Grunnskólinn á Hofsósi | Halldór Gunnar Hálfdánarson |
Eyrarland – Grunnskólinn á Hofsósi | Von slf. |