Fara í efni

Skólaslit í Grunnskólanum austan Vatna

30.05.2018
Frá skólaslitum GAV á Hofsósi

Grunnskólanum austan Vatna var slitið nú í vikunni þann 28. maí og var fyrsta athöfnin í skólanum á Sólgörðum kl 11. Jóhann Bjarnason skólastjóri og Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri fluttu ávörp. Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sveitarfélagsins afhenti nemendum miðstigs bókina Skín við sólu Skagafjörður og Kristín Sigurrós Einarsdóttir umsjónarkennari rakti 75 ára sögu Sólgarðaskóla sem nú var slitið í síðasta sinn í bili að minnsta kosti. Nemendur fengu rós með vitnisburðinum og minnislykil að gjöf með upptökum og ljósmyndum af viðburðum í skólanum.

Kl 15 var athöfn á Hólum þar sem vinaliðar voru verðlaunaðir fyrir sína vinnu og nemendur leikskólans Tröllaborgar voru útskrifaðir og teknir formlega inn í grunnskólann. 7. bekkur útskrifaðist frá Hólum en þau fara í Hofsós næsta skólaár og miðdeildin fékk afhenta bókina Skín við sólu Skagafjörður. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum voru flutt milli atriða og endað á kaffi og meðlæti.

Kl 18 var athöfnin á Hofsósi en þar voru vinaliðar einnig verðlaunaðir og miðdeildinni afhent bókin Skín við sólu Skagafjörður. Nemendur 10. bekkjar voru útskrifaðir og verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu í hinum ýmsu námsgreinum og fyrir félagsstörf. Íþróttabikarinn var veittur fyrir jákvæðni og góða frammistöðu í íþróttum og tónlistaratriði flutt á milli atriða.

Meðfylgjandi eru myndir frá skólaslitunum á Sólgörðum og Hofsósi.

Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018Skólaslit Grunnskólans austan Vatna 2018