Starf sveitarstjóra - Sveitarfélagið Skagafjörður
Sveitarfélagið Skagafjörður er framsækið og metnaðarfullt samfélag. Kraftmikið atvinnulíf, góðir skólar á öllum skólastigum, fjölbreytt þjónusta, öflugt íþróttalíf, auðugt félags- og menningarlíf, veðursæld og mikil náttúrufegurð er á meðal þess sem gerir Skagafjörð að fýsilegum búsetukosti. Sveitarfélagið Skagafjörður er landmikið, fjölkjarna sveitarfélag og eru íbúar um 4.000 talsins. Þar af búa um 2.600 á Sauðárkróki sem er einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar en þéttbýli er einnig á Hofsósi, Hólum í Hjaltadal og í Varmahlíð. Um fjórðungur íbúanna býr í dreifbýli.
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir laust til umsóknar starf sveitarstjóra.
Starfsvið:
- Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
- Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
- Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar
- Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa
- Að gæta hagsmuna Sveitarfélagsins Skagafjarðar út á við, vera talsmaður sveitarstjórnar og vinna að framfaramálum
- Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum
Helstu kostir:
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Áhugi á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun
- Reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum
- Reynsla af mannauðsmálum
- Þekking á sveitastjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf.
Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur til: 15. júlí 2018