Hafnarstjórn
Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 10 – 11.08.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 11. ágúst kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 8,15.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Eiríkur Jónsson og Örn Þórarinsson auk bæjartæknifræðings Hallgríms Ingólfssonar og sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
Dagskrá:
- Ársreikningar Hafnarsjóðs Skagafjarðar árið 1998 - síðari umræða.
- Bréf frá Hjálmari Jónssyni, alþm.
- Bréf frá KPMG Lögmönnum ehf.
Afgreiðslur:
1. Hafnarstjórn samþykkir að vísa ársreikningum Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir árið 1998 til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
2. Lagt fram bréf frá Hjálmari Jónssyni, alþm., dags. 12. júlí sl. Í bréfinu gerir Hjálmar grein fyrir afstöðu alþm. Nl.v. til þeirra hugmynda, sem fram hafa verið settar um að nota uppdælingu úr Sauðárkrókshöfn til að vinna land undir væntanlegan Strandveg.
3. Lagt fram bréf frá KPMG Lögmönnum ehf, dags. 30. júlí sl. Í bréfinu er gerð grein fyrir sátt, sem gerð hefur verið við tryggingarfélagið Skuld út af ásiglingu Mint Rapid á hafnarbakka í maí á síðasta ári. Heildargreiðsla er kr. 4.100.000.
Í framhaldi af þessum málalokum samþ. hafnarstjórn að hafist verði handa um endanlega viðgerð á hafnargarðinum.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Brynjar Pálsson Snorri Björn Sigurðsson
Björn Björnsson Hallgrímur Ingólfsson
Eiríkur Jónsson
Örn Þórarinsson