Hafnarstjórn
Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 15 – 04.01.2000
Ár 2000, þriðjudaginn 4. janúar, kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 900.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Eiríkur Jónsson og Guðni Kristjánsson. Auk þeirra Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 2000.
- Erindi frá Dögun ehf.
Afgreiðslur:
1. Lögð fram fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir árið 2000.
Tekjur eru áætlaðar kr. 24.845.000 og rekstrargjöld kr. 23.275.000. Ekki er gert ráð fyrir fjárfestingum.
Hafnarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
2. Formaður kynnti erindi frá Dögun ehf varðandi lóðarstækkun.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Guðni Kristjánsson Snorri Björn Sigurðsson
Eiríkur Jónsson Gunnar Steingrímsson
Brynjar Pálsson.