Hafnarstjórn
Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 17 – 09.03.2000
Ár 2000, fimmtudaginn 9. mars kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Gunnar Valgarðsson, Eiríkur Jónsson og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra Gunnar Steingrímsson hafnarvörður, Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.
DAGSKRÁ:
- Hafnaáætlun 2001-2004.
- Hafnargjaldskrá.
a) almenn gjaldskrá.
b) þjónustugjaldskrá vegna hafna við Skagafjörð. - Umsókn um lóð - Fiskiðjan.
- Hafnarvog.
AFGREIÐSLUR:
1. Lögð fram 2 bréf frá Siglingastofnun dags. 12. jan. sl. og 2. mars sl. þar sem óskað er tillagna hafnarstjórnar um framkvæmdir við Skagafjarðarhafnir á áætlunartímabilinu. Hafnarsjtórn samþykkir að óska eftir því að á Hafnaáætlun 2001-2004 verði teknar eftirfarandi framkvæmdir við Skagafjarðarhafnir:
Sauðárkrókur:
2001
Stálþil Norðurgarði, fremsti hluti endurbyggður og lenging um 60 m (130 m alls dýpi 9,0 m) kr. 76.000.000.
2002
Stálþil Norðurgarði. lagnir, lýsing og steypt þekja (2200m2) kr. 25.900.000.
Dýpkun snúningssvæði og innsiglingu í 8 m og við þil 8,5 m (7500m3) kr. 29.400.000.
2003
Lenging sandfangara (30 m) kr. 12.000.000.
2004
Tengibraut, Hafnargarður, Sandeyri (800 m2) kr. 3.000.000.
Grjótvörn á vesturkant í smábátahöfn kr. 1.800.000.
Hofsós:
2001
Dýpkun við Suðurgarð.
Lenging Þvergarðs, lenging viðlegu á Suðurgarði.
2002
Styrking á Norðurgarði.
Haganesvík:
2001
Dýpkun kr. 300.000.
2003
Dýpkun kr. 300.000.
2.
a) Lögð fram almenn gjaldskrá fyrir hafnir dags. 11. jan. 2000. Hefur gjaldskráin þegar öðlast gildi.
b) Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi gjaldskrá þjónustugjalda fyrir hafnir í Skagafirði.
Vogargjöld: Fiskur pr. tonn kr. 87
Annað pr. tonn kr. 114
Vatnsgjald: Fiskiskip pr. tonn kr. 130
Fiskiskip lágmark kr. 1.300
Flutningaskip pr. tonn kr. 170
Flutningaskip lágmark kr. 1.700
Vigtun á bifreið kr. 570
Gjald fyrir trillur og minni báta:
01.04.00-31.03.01 kr. 3.690 mánaðargjald
01.04.00-31.03.01 kr. 28.190 ársgjald
Hafnsögugjald verði óbreytt.
3. Lagt fram bréf frá Fiskiðjunni Skagfirðingi dags. 7. mars sl. Í bréfinu er sótt um lóð undir fiskhjalla, norðan og austan vinnsluhúss Fisk. Hafnarstjórn samþykkir að úthluta Fiskiðjunni lóð á umræddu svæði til 10 ára og felur bæjartæknifræðingi að gera samning.
4. Fram hefur komið bilun í hafnarvoginni. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarverði og bæjartæknifræðingi að finna lausn á málinu.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Pétur Valdimarsson Snorri Björn Sigurðsson
Eiríkur Jónsson Hallgrímur Ingólfsson
Gunnar Valgarðsson Gunnar Steingrímsson
Björn Björnsson
Brynjar Pálsson