Hafnarstjórn
Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 18 – 30.03.2000
Ár 2000, fimmtudaginn 30. mars kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Gunnar Valgarðsson, Eiríkur Jónsson og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra voru mættir Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.
DAGSKRÁ:
- Bréf frá smábátaeigendum á Sauðárkróki.
- Bréf frá K.S.
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf frá smábátaeigendum á Sauðárkróki dags. í mars 2000. Er kvartað yfir þrengslum og hreyfingum á flotbryggjunni. Hafnarverði og bæjartæknifræðingi falið að kanna málið.
2. Lagt fram bréf frá K.S. dags. 24. mars sl. Í bréfinu eru settar fram óskir um viðræður um ýmis mál er varða höfnina. Er óskað eftir að fulltrúar skipaafgreiðslu K.S. fái að mæta á fund hafnarstjórnar til viðræðna um málin. Sömuleiðis lögð fram drög að samstarfssamningi á milli K.S. og Sauðárkrókshafnar.
Hafnarstjórn fer þess á leit að fá til skoðunar úttekt sem gerð var af PWC á rekstri skipaafgreiðslu og hafnarinnar. Að skoðun á þeirri úttekt lokinni mun hafnarstjórn taka afstöðu til hugsanlegs samstarfs.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Pétur Valdimarsson Snorri Björn Sigurðsson
Eiríkur Jónsson Gunnar Steingrímsson
Gunnar Valgarðsson
Björn Björnsson
Brynjar Pálsson