Fara í efni

Hafnarstjórn

19. fundur 11. maí 2000 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 19 – 11.05.2000

 

            Ár 2000, fimmtudaginn 11. maí, kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrif­stofu Skagafjarðar kl. 815.

            Mættir voru: Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Gunnar Valgarðsson, Eiríkur Jónsson og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra voru mættir Hallgrímur Ingólfsson, bæjartæknifræðingur, Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi.
  2. Hafnarvogin á Sauðárkróki.
  3. Starfslok Guðm. Árnasonar, hafnarvarðar.
  4. Rafmagn til skipa á Hofsósi.
  5. Ársreikningur 1999.
  6. Þriggja ára áætlun 2000-2003.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagt fram bréf frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi, dags. 25. apríl sl. Í bréfinu er óskað eftir leyfi hafnarstjórnar til byggingar staurabryggju í fjörunni framan við Vesturfarsetrið á Hofsósi. Fram kemur að undirbúningsvinna hefur verið unnin í samráði við Siglingastofnun Íslands. Gerður hefur verið samningur við ríkisstjórn um stuðning við umrædda framkvæmd að upphæð kr. 4 milljónir. Skuldbindur Vesturfarasetrið sig til að ljúka fjármögnun verkefnisins þannig að ekki er gert ráð fyrir mótframlagi frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Hafnarstjórn samþykkir erindið.

 

2. Búið er að panta búnað til lagfæringa á hafnarvoginni á Sauðárkróki svo og úrtaksvog.

 

3. Guðmundur Árnason, hafnarvörður hefur látið af störfum v. aldurs. Hafnarstjórn færir Guðmundi þakkir fyrir vel unnin störf.

 

4. Hafnarstjórn samþykkir að fela bæjartæknifræðingi að láta setja upp búnað til að hægt verði að mæla rafmagnssölu til skipa á Hofsósi.

 

5. Kynntur ársreikningur hafnarsjóðs 1999.

 

6. Kynnt drög að Þriggja ára áætlun 2000-2003 fyrir hafnarsjóð.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþ. Fundi slitið.

 

Pétur Valdimarsson                           Snorri Björn Sigurðsson

Eiríkur Jónsson                                  Hallgrímur Ingólfsson                      

Gunnar Valgarðsson                          Gunnar S. Steingrímsson

Björn Björnsson

Brynjar Pálsson