Fara í efni

Hafnarstjórn

22. fundur 13. júlí 2000 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 22 – 13.07.2000

 

     Ár 2000, fimmtudaginn 13. júlí kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.

     Mættir voru: Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Gunnar Valgarðsson og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra voru mættir Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Þriggja ára áætlun 2001-2003.
  2. Bréf frá smábátaeigendum.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lögð fram þriggja ára áætlun hafnarsjóðs fyrir árin 2001-2003.  Hafnarstjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.

 

2. Lagt fram bréf frá smábátaeigendum dags. 28. júní sl. Er kvartað yfir að bréfi frá í mars sl. hafi ekki verið svarað. Í framhaldi af bréfi í mars var ráðist í úrbætur, stög voru endurnýjuð og strengd upp.  Sveitarstjóra falið að svara bréfinu að öðru leyti.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Brynjar Pálsson                                                         Snorri Björn Sigurðsson

Björn Björnsson                                                         Hallgrímur Ingólfsson

Gunnar Valgarðsson                                                  Gunnar Steingrímsson

Pétur Valdimarsson