Hafnarstjórn
Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 25 – 23.11.2000
Ár 2000, fimmtudaginn 23. nóvember kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 8.15.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Eiríkur Jónsson, Gunnar Valgarðsson og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur, Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.
DAGSKRÁ:
- Hafnaáætlun 2001-2004.
- Fjárhagsáætlun 2001.
- Rafmagnssala til gáma.
- Tölvubúnaður hafnarinnar.
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dags. 8. nóv. sl. Í bréfinu eru kynntar tillögur Siglingastofnunar um framkvæmdir við Skagafjarðarhafnir árin 2001-2004, og óskað umsafnar um þær.
Eru tillögurnar svohljóðandi:
Verkefni 2001 2002 2003 2004 Hlutur
Sauðárkrókur: m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. ríkissj
Stálþil Norðurgarði, endurbygging og lenging,
130 m, dýpi 8,5 m, lagnir og þekja (2.600m2) 62,5 52,0 60%
Dýpkun, snúningssvæði og innsigling í 8m,
við þil í 8,5 m (30.000m3) 16,2 75%
Sandfangari, lenging um 30m 14,o 75%
Tengibraut Hafnargarður-Sandeyri,
(800m2- var á áætlun ´99 en frestað) 5,5 60%
Hofsós:
Lenging Þvergarðs um 5m (ca. 1000m3) 4,8 75%
Norðurgarður, styrking á grjótvörn 5,9 75%
Haganesvík:
Viðhaldsdýpkun 0,3 0,3 75%
Lagt er til að fjárveitingar á tímabilinu verði 101,0 milljón.
Hafnarstjórn samþykkir þessar tillögur
2. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2001. Einnig lagðar fram ýmsar upplýsingar um umsvif og rekstur Skagafjarðarhafna.
3. Rætt um breytingar á gjaldskrá rafmagnssölu á höfninni.
Hafnarstjórn samþykkir að gjaldskrá vegna rafmagnssölu til frystigáma verði sem hér segir frá næst komandi áramótum:
Frystigámur 40 feta
Fyrsti sólarhringur Kr. 1.430, án vsk.
Annar sólarhringur og fleyri “ 520, “ “
Frystigámur 20 feta
Fyrsti sólarhringur Kr. 910, án vsk.
Annar sólarhr. og fleyri “ 260, “ “
Prófun á gámum 2o feta og 40 feta Kr. 360, án vsk.
4. Hafnarvörður gerði grein fyrir því að tölvubúnaður hafnarinnar þarfnast
endurnýjunar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 09,30
Snorri Björn Sigurðsson,ritari.
Brynjar Pálsson
Björn Björnsson
Eiríkur Jónsson
Gunnar Valgarðsson
Pétur Valdimarsson
Hallgrímur Ingólfsson
Gunnar Steingrímsson