Hafnarstjórn
Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 26 – 08.01.2001
Ár 2001, mánudaginn 8. janúar kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Björn Björnsson og Eiríkur Jónsson. Auk þeirra Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.
DAGSKRÁ:
- Fjárhagsáætlun 2001.
- Hafnaáætlun 2001-2004.
- Bréf frá K.S. skipaafgreiðslu.
- Skrá um skipakomur árið 2000.
- Haganesvíkurhöfn.
AFGREIÐSLUR:
1. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2001. Eru tekjur áætlaðar kr. 25.615.000,- rekstrargjöld áætluð kr. 23.371.000,- fyrningar eru áætlaðar kr. 18.200.000,- og reiknuð áhrif vegna verðbreytinga kr. 1.400.000,- fjárfestingar eru áætlaðar kr. 67.900.000,- og framlög ríkis til hafnarframkvæmda kr. 51.685.000,-.
Hafnarstjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
2. Lagt fram bréf frá Alþingi dags. 19. desember 2000. Er óskað umsagnar um meðfylgjandi tillögu til þingsályktunar um hafnaáætlun 2001-2004.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
3. Lagt fram bréf frá K. S. skipaafgreiðslu dags. 11. desember 2000. Í bréfinu er þess farið á leit að hafnarstjórn endurskoði hækkun á gjaldskrá rafmagns sem samþykkt var á síðasta fundi.
Þá er farið fram á að samið verði við K. S. skipaafgreiðslu um snjómokstur á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjórn samþykkir að veita hafnarverði heimild til að ræða við forstöðumann skipaafgreiðslu K.S. vegna gjaldtöku á frystigámum frá Skagaströnd. Einnig felur hafnarstjórn tæknifræðingi sveitarfélagsins og hafnarverði að kanna tilhögun með snjómokstur á hafnarsvæðinu.
4. Lögð fram skrá um skipakomur í Sauðárkrókshöfn árið 2000, svo og yfirlit um landaðan afla árið 2000. Samtals voru komur flutningaskipa 98 og heildarrúmlestafjöldi 322.850.
5. Hafnarstjórn samþykkir að fela tæknifræðingi sveitarfélagsins að kanna mál varðandi löndunarkrana í Haganesvíkurhöfn.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 0920
Brynjar Pálsson Margeir Friðriksson, ritari.
Björn Björnsson Hallgrímur Ingólfsson
Eiríkur Jónsson