Fara í efni

Hafnarstjórn

28. fundur 15. mars 2001 kl. 08:15 - 09:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 28 – 15.03. 2001

 

Ár 2001, fimmtudaginn 15. mars kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.

            Mættir voru: Brynjar Pálsson, Gunnar Valgarðsson og Eiríkur Jónsson. Auk þeirra Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur, Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Siglingastofnun varðandi fjárveitingar og framkvæmdir.
  2. Bréf frá Siglingastofnun varðandi rannsóknir á hafnarskilyrðum fyrir stóriðjuhöfn í Skagafirði.
  3. Gjaldskrá hafnargjalda.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagt fram bréf frá Siglingastofnun, dagsett 5. mars 2001, varðandi fjárveitingar og framkvæmdir 2001.

Hafnarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls.

 

2. Lagt fram til kynningar bréf frá Siglingastofnun, dagsett 8. mars 2001, um rannsóknir á hafnarskilyrðum fyrir stóriðjuhöfn í Skagafirði.

 

3. Lögð fram almenn gjaldskrá Skagafjarðarhafna með gildistíma frá 1. apríl 2001.  Birt í stjórnartíðindum 7. febrúar 2001.

 

Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi gjaldskrá þjónustugjalda fyrir hafnir í Skagafirði.


Hafnsaga:  Leiðsaga til hafnar, að bólvirki eða lægi kr. 6.000 pr. skip
                  Flutningur á hafnsögumanni kr. 7.000

 

Móttaka skipa: Festargjald – dagvinna kr. 4.200

                        Festargjald – næturvinna kr. 6.000

 

Vogargjöld:  Sjávarfang    87 kr. pr. tonn
                    Annað   114 kr. pr. tonn
                    Ein stök vigtun           570 kr.

Útkall milli kl. 17 og 08 virka daga svo og um helgar og helgidaga greiðist sérstaklega kr. 5.600

               

Vatnsgjald:    Kalt vatn til skipa       140 kr. pr. m3
                      Lágmarksgjald           1.400 kr.
                      Útkall milli kl. 17 og 08 virka daga svo og um helgar og helgidaga greiðist sérstaklega
                      kr. 5.600


Rafmagn:        Rafmagnsnotkun kr. 6,41 pr. kwst. án VSK

                        Tengigjald kr. 1.200

                        Tengigjald í smábátadokk kr. 500 í hvert skipti.

                        Útkall milli kl. 17 og 08 virka daga svo og um helgar og helgidaga greiðist sérstaklega
                        kr. 5.600

 

Skráningargjöld:         Úrtaksvigtun kr. 65 pr. tonn.

 

Sorphirðugjald:           Öll skip sem koma til hafnar kr. 1.200 í hvert skipti sem sorp er losað.

                                   Bátar og trillur kr. 800 á ári.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 0930

 

Ritari:  Margeir Friðriksson

Brynjar Pálsson

Gunnar Valgarðsson

Eiríkur Jónsson

Gunnar S. Steingrímsson

Snorri Björn Sigurðsson