Hafnarstjórn
Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 32 – 27.07. 2001
Ár 2001, föstudaginn 27. júlí kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 08.15.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Eiríkur Jónsson, Gunnar Valgarðsson, Pétur Valdimarsson og Björn Björnsson. Auk þeirra Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri og Hallgrímur Ingólfsson, bæjartæknifræðingur.
DAGSKRÁ:
- Kosning formanns.
- Bréf frá Siglingastofnun.
- Hafnaáætlun 2003-2006.
- Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
- Bréf frá Þórarni Hlöðverssyni.
AFGREIÐSLUR:
1. Í upphafi fundar fór fram kosning nýs formanns. Tillaga kom fram um Pétur Valdimarsson og var hann kjörinn með þrem atkvæðum en tveir sátu hjá. Þakkaði fráfarandi formaður gott samstarf í hafnarstjórn og tók Pétur að því loknu við fundarstjórn.
2. Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dags. 16. júlí 2001. Í bréfinu kemur fram að Fjárlaganefnd hafi samþykkt að úthluta styrk að upphæð kr. 800.000,- vegna hafnarframkvæmda í Skagafirði.
- Formanni falið að vinna að því að leita eftir hærri styrkveitingu.
3. Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dags. 29. júní 2001. Í bréfinu er óskað eftir tillögum heimaaðila um framkvæmdir á næsta tímabili Hafnaáætlunar, 2003-2006.
- Afgreiðslu málsins frestað.
4. Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga dags. 18. júlí 2001. Í bréfinu kemur fram að sótt hafi verið um lóð austan Hesteyrar 2, svo og lóð þá er grunnur að fyrirhugaðri vatnspökkunarverksmiðju var byggður á til suðurs af lóð við Hesteyri 2, með bréfi 30. apríl sl. Er fyrirhugað að byggja við Vélaverkstæðið ca. 1200-1400 m2 byggingu sunnan við núverandi húsnæði. Á fyrirhuguð bygging að rúma bíla- og rafmagnsverkstæði K.S.
Fyrrverandi formaður og sveitarstjóri gerðu grein fyrir gangi málsins.
- Málinu frestað.
5. Lagt fram bréf frá Þórarni Hlöðverssyni, ódagsett. Í bréfinu er farið fram á að felld verði niður hafnargjöld af Hafdísi SK 69.
- Sveitarstjóra falið að skoða málið.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 09.30.
Gunnar Valgarðsson Snorri Björn Sigurðsson, ritari.
Brynjar Pálsson Hallgrímur Ingólfsson
Björn Björnsson
Eiríkur Jónsson
Pétur Valdimarsson