Fara í efni

Hafnarstjórn

37. fundur 13. mars 2002 kl. 08:15 Safnahúsið á Sauðárkróki

Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 37 – 13.03. 2002

 

Ár 2002, hinn 13. mars, kom Hafnarstjórn saman til fundar í Safnahúsinu kl. 8.15.

Form. setti fund og lýsti dagskrá.

 

DAGSKRÁ:

  1. Umsögn um frumvarp til hafnarlaga
  2. Bláfáninn
  3. Gjaldskrá fyrir smábáta
  4. Vigtun á fiski í Haganesvík
  5. Dýpkun í Haganesvík
  6. Dýpkun Sauðárkrókshafnar

 

AFGREIÐSLUR:

1. Brynjar Pálsson lýsti umfjöllun um frumvarpið á aukaþingi Hafnasambandsins. Samþykkt var að taka undir ályktun aukaþings Hafnasambandsins um frumvarpið.

 

2. Bréf frá Landvernd v/Bláfánans - umhverfismerki fyrir smábátahafnir, dags. 7/2 02. Þar er farið fram á að smábátahafnir gerist frumherjar í því að innleiða Bláfánann á Íslandi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 

3. Fyrir fundinum lá tillaga Gunnars Steingrímssonar um nýja gjaldskrá fyrir trillur og smærri báta. Upplýst var að hækkun á gjaldskrá væri í samræmi við þær hækkanir sem ákv. voru á öðrum gjaldskrám 2001. Gjaldskráin gildir fyrir alla báta allt að 10 tonn.

Mánaðargjald

kr

. 4.030,-

Ársgjald

kr

30.790,-

Lykilgjald 

kr.

500,-

Tillagan samþykkt en Gunnari falið að kanna með hvaða hætti gjaldskrár væru hjá öðrum höfnum, sérstaklega m.t.t. þess hvort árshlutagjald er notað þar. Ennfremur lögð fram tillaga um nýja þjónustugjaldskrá. Tillagan fylgir fundargerð þessari sem fylgiskjal. Framkomin tillaga samþ. að því undanskildu að rafmagnssala í Sauðárkrókshöfn ákvarðast á næsta fundi.

 

4. Fram kom að vigtunarmaður í Haganesvík geti ekki annast það verk áfram. Verulegur kostnaður er vegna námskeiðskostnaðar fyrir nýjan mann en tekjur litlar mögulegar. Afgreiðslu frestað.

 

5. Dýpkun í Haganesvíkurhöfn. Borist hafði ábending um að brýnt væri að höfnin verði dýpkuð því bátar standa á fjöru. Hallgrímur upplýsti að framkvæmdir við dýpkun væru ekki á áætlun og að kostnaður við dýpkun væri um 500 þús. krónur. Hallgrímur kanni möguleika á að framkvæma dýpkun með aðstoð Siglingastofnunar.

 

6. Rætt var um dýpkun Sauðárkrókshafnar. Fram kom að mjög slæmt er að fresta þessari framkvæmd og að áríðandi sé að þrýsta á Vegagerðina að flýta framkv. við Strandveginn til þess að gera það  mögulegt að nýta efni úr dælingunni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

Pétur Valdimarsson                             Jón Gauti Jónsson (ritar fundargerð)

Gunnar S. Steingrímsson                    Hallgrímur Ingólfsson

Eiríkur Jónsson

Gunnar Valgarðsson

Björn Björnsson

Brynjar Pálsson