Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

5. fundur 22. apríl 2015 kl. 09:30 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Þrastarstaðir 146605 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1502222Vakta málsnúmer

Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir kt. 170662-3699 eigandi jarðarinnar Þrastarstaðir á Höfðaströnd, sækir um byggingarleyfi fyrir gripahúsi á jörðinni. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Atla Gunnari Arnórssyni Uppdrættir eru nr. A-01, A-02 og A-03 dagsettir 25.11.2014. Fyrir liggja önnur tilskilin gögn. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

2.Eyrarvegur 18 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1504019Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Sighvatsson kt. 061167-3669 sækir fyrir hönd FISK Seafood ehf. kt. 461289-1269 um byggingarleyfi til breytingum á hluta hússins sem stendur á lóðinni númer 18 við Eyrarveg. Breytingin varðar færslu á hurð í hráefnismóttöku. Framlagður uppdrættur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 4940, nr. A-101 og er hann dagsettur 6. mars 2015. Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið bygingarleyfi.

3.Steinsstaðir lóð nr.1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1504136Vakta málsnúmer

Guðmundur Ragnarsson kt. 231053-6899 sækir fyrir hönd Félags Vegagerðarmanna á Norðurlandi vestra kt. 680493-2009 um leyfi til að reisa 12 fermetra gestahús á lóðinni Steinsstaðir lóð nr. 1, landnr. 146231. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 0338, nr. A-101 og er hann dagsettur 14. apríl 2015. Byggingarleyfi veitt.

4.Sjöundastaðir (146883)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1210135Vakta málsnúmer

Erla Signý Lúðvíksdóttir kt. 151065-5549 eigandi jarðarinnar Sjöundastaða í Flókadal sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum og viðbyggingu við íbúðarhúsið á jörðinni ásamt því að klæða húsið utan. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7638, nr. A-101 og A-102 og dagsettur 5. október 2012. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

5.Syðra-Skörðugil 146065 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1503104Vakta málsnúmer

Elvar Eylert Einarsson kt. 141172-3879 og Sigríður Fjóla Viktorsdóttir kt. 061173-4989 eigendur jarðarinnar Syðra-Skörðugil landnr. 146065 sækja um leyfi til að breyta útliti, innangerð og notkun íbúðarhúss sem stendur á jörðinni. Fyrirhugað er að breyta húsinu í gistiskála. Húsið sem um ræðir er byggt árið 1956, í dag skráð íbúðarhús mhl. 03 með matsnúmerið 214-0622. Framlagðir aðaluppdrættir dagsettir 12.03.2015, nr. A-01 til A-03 gerðir af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti á fundi 26. mars byggingaráform. Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 11:15.