Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

6. fundur 08. maí 2015 kl. 09:30 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fornós 12 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1505037Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Ásbjörns S. Ásgeirssonar kt. 130463-4289 og Sigríðar S. Pálsdóttur kt. 150570-4849. Umsókn um leyfi til að breyta útliti íbúðarhúss sem stendur á lóðinni nr. 12 við Fornós á Sauðárkróki. Framlögð gögn móttekin 5. maí s.l. gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Byggingarleyfi veitt.

2.Melhóll - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1502106Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Guðmundar Ingvars Ásgeirssonar kt. 230693-3159. Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús á landinu Melhóll, landnúmer 222630. Framlagður aðaluppdráttar gerður af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrátturinn hefur heitið Melhóll, Skagafirði íbúðarhús og er í verki númer 0062014, nr. A-01, dagsettur 22.12.2014. Byggingaráform samþykkt á 2. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 25. febrúar sl. Byggingarleyfi veitt.

3.Egg 146368 - Tilkynning um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 1504186Vakta málsnúmer

Davíð Logi Jónsson kt. 290486-2629 eigandi jarðarinnar Egg, landnúmer 146368, hefur tilkynnt niðurrif mannvirkja á jörðinni. Húsið sem um ræðir er matshluti 16 á jörðinni, hlaða með súgþurrkun, matsnúmer 214-2318. Skráning hefur verið leiðrétt og tilkynnt Fasteignaskrá Þjóðskrá.

Fundi slitið - kl. 10:00.