Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sæmundargata 7A - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1505163Vakta málsnúmer
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Indriða Þórs Einarssonar kt. 110279-5749 fh. eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar kt. 550698-2349, dagsett 2. júní 2015. Umsóknin er um leyfi til breyta innangerð Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki og breyta lítillega útliti hússins. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki númer 463211, nr. A-101, A-102 og A-103, dagsettir 21. maí 2015. Byggingaráformin samþykkt.
2.Mannskaðahóll 146558 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1505222Vakta málsnúmer
Bjarni Kr. Þórisson kt 061163-3529 og Ingibjörg S. Halldórsdóttir kt. 241264-5809 Mannskaðahóli sækja um leyfi til að byggja fjárhús og hesthús á jörðinni. Húsið verður byggt við núverandi hlöðu, matsnúmer 11, sem breytt verður í sauðburðaraðstöðu. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir dagsettir 05.06.2015. Númer uppdrátta A-01 ? A04. mótteknir 16. júní 2015. Byggingaráformin samþykkt.
3.Hvammur lóð 1(000003) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1506054Vakta málsnúmer
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri sækir fh. Skagafjarðarveitna kt. 681212-0350 um byggingarleyfi fyri 12,6 m2 dæluhúsi á lóð úr landi Hvamms í Fljótum samkvæmt aðaluppdráttum frá Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir í verki 10202 nr. A101 dagsettir 12. mars 2015 og breytt 12. júní 2015. Byggingaráform samþykkt.
4.Hesteyri 2 - Umsókn um bygg.l. til innanhúss breytinga
Málsnúmer 1506088Vakta málsnúmer
Marteinn Jónsson kt. 250577-5169 sækir um leyfi til að breyta innangerð hússins í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti frá Bjarna Reykjalín arkitekt kt. 070149-3469. Uppdráttur nr. 102, móttekinn 10. júní 2015. Síðasta breytingardagsetning uppdráttar 25.05.2015. Byggingarleyfi samþykkt.
5.Keldudalur 146390 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1506095Vakta málsnúmer
Þórarinn Leifsson kt. 230866-4309 og Guðrún Lárusdóttir kt 240866-5799 sækja, f.h. Keldudals ehf., um leyfi til þess að byggja gjafaaðstöðu við núverandi fjós í Keldudal, skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta eru A-100, A-101 og A-102 í verki nr. 7130, dagsettir 10. júní 2015. Byggingaráformin veitt.
Fundi slitið - kl. 09:45.