Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sauðármýri 3 0202-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1510242Vakta málsnúmer
Jón Ósmann Magnússon kt. 208631-2219 búseturéttarhafi að íbúð nr 202 í fjölbýlishúsinu Sauðármýri 3 og Anna Hjartardóttir fh. húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar óskar heimildar til að setja upp svalaskýli á svölum íbúðarinnar. Um er að ræða samskonar skýli og áður hafa verið sett upp við nokkrar íbúðir í húsinu. Erindið samþykkt.
2.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingar- og stöðuleyfi.
Málsnúmer 1510185Vakta málsnúmer
Atli Már Óskarsson kt 020755-2889 fh Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Knútur Aadnegard f.h. K-Taks sækja með, bréfi mótteknu hjá byggingarfulltrúa 11. nóvember sl., um byggingar- og stöðuleyfi fyrir frístundahúsi sem er í byggingu á lóð Fjölbrautarskólans fyrir K-tak. Aðaluppdrættir unnir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðing kt. 171160-3249. Númer uppdrátta er A-101 og A-102, dagsetning uppdrátta er 3.nóvember 2015. Stöðuleyfi veitt og byggingaráform samþykkt.
3.Varmaland (146009) - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1510182Vakta málsnúmer
Sigurgeir F. Þorsteinsson kt. 020869-5859 eigandi Varmalands í Sæmundarhlíð sækir um leyfi til að byggja við hesthús sem stendur á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi aðaluppdrætti sem unninn er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátt eru A-100 og A-101 í verki nr. 7108-02, dags. 20. okt. 2015. Í viðbyggingunni verður þurrkaðstaða fyrir hross, brúttóflatarmál 9,4 m2. Byggingarleyfi veitt.
4.Viðvík (146424) - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1510084Vakta málsnúmer
Kári Ottósson í Viðvík sækir um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi á landi jarðarinnar. Byggingin er viðbygging við eldra geymsluhús. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðing kt 040381-5389. Uppdrættir dagsettir 7. nóvember 2015. Númer uppdrátta A-01. Byggingaráform samþykkt.
5.Víðimelur 146083 - Umsókn um stofnun lóðar.
Málsnúmer 1511127Vakta málsnúmer
Sveinn Árnason kt. 120348-7799 óskar eftir við skipulags- og byggingarfulltrúa að hann fái stofnaða í Þjóðskrá lóð á skipulögðu sumarhúsalandi í landi Víðimels. Lóðin er á skipulagsuppdrætti nefnd Víðibrún 14. Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur málið til afgreiðslu.
6.Bjarnargil 146787 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1511031Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 5. nóvember 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ferðaþjónustunnar að Bjarnargili í Fljótum. Umsóknin er um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki III heimagisting. Forsvarsmaður er Sigurbjörg Bjarnadóttir. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi.
7.Ás 146692 - Umsagnarbeiðini vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1511014Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 3. nóvember 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Svövu Ingimarsdóttur kt. 121170-3619. Umsóknin er um rekstrarleyfi fyrir Ás í Hofsósi,landnúmer 146692. Um er að ræða gististað í flokki II íbúðir. Forsvarsmaður Svava Ingimarsdóttur kt. 121170-3619. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.
8.Lónkot-Sveitasetur - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1511006Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 2. nóvember 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Júlíu Þ. Jónsdóttur kt. 221182-4489. Umsóknin er um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili og veitingahús að Lónkoti. Gististaður í flokki II og veitingastaður í flokki II. Forsvarsmaður Júlía Þ. Jónsdóttur. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.
9.Hagi 220055 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1511123Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 13. nóvember 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðrúnar Helgadóttur kt. 090359-5339. Umsóknin er um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu fyrir 4 gesti að Haga í Hjaltadal, gististaður í flokki I. Forsvarsmaður Guðrún Helgadóttir kt. 090359-5339. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstarleyfis.
10.Gagnaskil sveitarfélaga til Mannvirkjastofnunar
Málsnúmer 1511026Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tilboð frá OneSystems varðandi möguleika á að skila gögnum í mannvirkjagátt Mannvirkjastofnunar með tengingu milli OneLand kerfisins og Mannvirkjastofnunar.
Fundi slitið - kl. 10:30.